Hjólasöfnun Barnaheilla 2016 lokið

 Fimmtu Hjólasöfnun Barnaheilla lauk í maí. Um 250 börn nutu góðs af söfnuninni þetta árið, börn sem annars hefðu ekki haft tækifæri að eignast hjól.

Sem fyrr er Hjólasöfnunin samstarfsverkefni Barnaheilla og Æskunnar – barnahreyfingar IOGT. Verkefnið gengur út á að almenningur fari með ónotuð hjól á næstu endurvinnslustöð Sorpu þar sem þeim er safnað saman. Hjólin eru yfirfarin og viðgerð áður en þeim er úthlutað til barna í samstarfi við félagsþjónustur og grunnskóla landsins sem og Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd.


Velvild almennings var mikil eins og áður en alls söfnuðust yfir 500 hjól í ár. Þau voru í misjöfnu ástandi en fjölbreyttur hópur sjálfboðaliða tók að sér að gera við þau undir styrkri stjórn sérfræðinga í reið­ hjólaviðgerðum. Það er skemmtilegt að segja frá því að hópur starfsmanna Íslandsbanka veitti Barnaheillum „Hjálparhönd“ en bankinn býður starfsmönnum sínum að verja vinnudegi í þágu góðs málefnis. Barnaheill nutu svo sannarlega góðs af því. Framlag sjálboðaliða er ómetanlegt í verkefni sem þessu.
Þau hjól sem gengu af voru gefin ýmsum góðgerðasamtökum og loks var restin seld til styrktar verkefninu.
Auk ofantaldra samstarfsaðila hafa margir lagt verkefninu lið og er þeim þakkað innilega fyrir þeirra framlag. Meðal þeirra eru Fasteignafélagið Eik og Sorpa, Íslenska gámafélagið, Gámaþjónustan, Pósturinn, Póstdreifing, N1 og Flytjandi sem sá um hina ýmsu flutninga á hjólum. Dominos pizza, Subway og Ölgerðin sáu sjálfboðaliðum fyrir næringu.Verslanirnar Intersport, Útilíf, GÁP, Örninn, Everest og Markið lögðu til varahluti og TRI verslun gaf hjálma að ógleymdum Kiwanis klúbbunum í Hafnarfirði. 
Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjólasöfnunarinnar 2016.
Greinin birtist fyrst í blaði Barnaheilla 2016 sem finna má í heild sinni hér.