Höngum saman í sumar!

hongum_saman_sumar_2009.jpgSAMAN hópurinn stendur fyrir átaki með þessari yfirskrift en rannsóknir hafa sýnt að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin. Yfirskriftin ,,að hanga saman" hefur þá skýrskotun að samveran þarf ekki að kosta neitt, vera skipulögð eða hafa skemmtanagildi. Barnaheill eru aðili að SAMAN hópnum.

Að verja tíma saman skilar árangri og rannsóknir hafa einnig sýnt að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum. Það sama hefur komið fram í máli foreldra sem tekið hafa þátt í könnunum.

SAMAN hópurinn stendur fyrir átaki með þessari yfirskrift en rannsóknir hafa sýnt að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin. Yfirskriftin ,,að hanga saman" hefur þá skýrskotun að samveran þarf ekki að kosta neitt, vera skipulögð eða hafa skemmtanagildi. Barnaheill eru aðili að SAMAN hópnum.

Að verja tíma saman skilar árangri og rannsóknir hafa einnig sýnt að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum. Það sama hefur komið fram í máli foreldra sem tekið hafa þátt í könnunum.

Gular, brosandi og bjartar sólir hafa verið prentaðar og hengdar upp um land allt, eða verða hengdar upp í sumar. Sólirnar minna okkur á mikilvægi þessara samverustunda og jákvæðs hugarfars.

Fjöldi sveitarfélaga leggur verkefninu lið og þakkar SAMAN-hópurinn þeim fyrir velvilja og gott samstarf. Unglingar í sumarvinnu sveitarfélaga taka að sér að hengja sólirnar upp í sínu sveitarfélagi.

SAMAN-hópurinn óskar öllum gleðilegs sumars og vonar að sólirnar skíni á sem flesta um allt land.

Nánari upplýsingar um starf hópsins eru á heimasíðu hópsins http://www.samanhopurinn.is/