Hvað þarf til að forvarnir virki?

Miðvikudaginn 12. október stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um það hvað þurfi til að forvarnir virki.

N8okt2011Miðvikudaginn 12. október stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um það hvað þurfi til að forvarnir virki.

Á fundinum mun Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræ, halda erindi sem ber yfirskriftina „Að vanda til verks - almennar forsendur, Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis, ræðir um það hvaða forvarnir virki og hverjar virki ekki og Elín Lóa Baldusrdóttir, framkvæmdastýra Jafningjafræðslunnar, segir frá markmiðum og leiðum Jafningjafræðslunnar.

Fundarstjóri er Páll Ólafsson.

Fundurinn hefst kl. 08.15 á Grand Hóteli Reykjavík og stendur til kl. 10.00. Skráning fer fram á http://www2.lydheilsustod.is/skraning.