Icelandair Group styrkir Barnaheill, Save the Children, á Íslandi

 icelandairIcelandair Group og Barnaheill skrifuðu fyrir skömmu undir samstarfssamning sem tryggir Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi 3 milljónir króna á ári í þrjú ár. Framlögin eru í formi beinna framlaga, flugferða með Icelandair og Flugfélagi Íslands og þjónustu Icelandair hótela. „Það er okkur hjá Icelandair Group mikils virði að eiga samstarf við Barnaheill,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

Icelandair Group og Barnaheill skrifuðu fyrir skömmu undir samstarfssamning sem tryggir Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi 3 milljónir króna á ári í þrjú ár. Framlögin eru í formi beinna framlaga, flugferða með Icelandair og Flugfélagi Íslands og þjónustu Icelandair hótela. „Það er okkur hjá Icelandair Group mikils virði að eiga samstarf við Barnaheill,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

„Barnaheill eru ákaflega mikilvæg samtök og það er ánægjuefni að Icelandair Group geti stutt baráttu samtakanna fyrir réttindum barna, bæði hér heima og erlendis." Barnaheill, Save the Children eru alþjóðleg mannréttinda- og hjálparsamtök sem vinna í þágu barna og hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Samtökin starfa í 120 löndum í heiminum í dag. „

Það er okkur hjá Barnaheillum mikil ánægja að hafa Icelandair Group sem bakhjarl og slíkur stuðningur er ómetanlegur," segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Nú vinnum við að því að koma upp barna- og unglingalínu hér á landi þar sem börn geta hringt inn eða haft samband í gegnum netið og látið rödd sína heyrast, hvort sem það er til að ræða áhyggjur og vandamál eða leggja til lausnir. Það er ekki síst mikilvægt á tímum þar sem mikið er rætt um kreppu og vandamál að börn hafi sinn málsvara og geti leitað aðstoðar eða fræðst um rétt sinn." Samningur Icelandair felur í sér ákveðinn fjölda flugferða og gistinátta sem gagnast Barnaheill sérlega vel þar eð samtökin eru virk bæði hérlendis og erlendis. „Á Íslandi eru fjölmörg börn sem þurfa á hjálp að halda og við leggjum okkar að mörkum á ýmsan hátt" segir Petrína. „Við megum þó ekki gleyma þeim milljónum barna sem búa við gríðarlegan skort og jafnvel stríðsástand, en Barnaheill hafa lagt sérstaka áherslu á að bæta menntun barna í stríðshrjáðum löndum og þar með að gefa börnunum tækifæri til að öðlast betra líf.