IKEA styrkir neyðaraðstoð Barnaheilla

IKEA Foundation hefur skrifað undir samning við Barnaheill – Save the Children og samtökin Lækna án landamæra um fjárstuðning við neyðaraðstoð í kjölfar hamfara sem dynja yfir samfélög. 

PHL-boy-PC-Save-the-Children-972x547IKEA Foundation hefur skrifað undir samning við Barnaheill – Save the Children og samtökin Lækna án landamæra um fjárstuðning við neyðaraðstoð í kjölfar hamfara sem dynja yfir samfélög. Í þeim aðstæðum eru börn hvað viðkvæmust og mannúðarsamtök á borð við Barnaheill – Save the Children þurfa að geta brugðist við án tafar til að koma börnunum til hjálpar. Samtökin geta nálgast fjármagnið strax í kjölfar slíkra hamfara.

Barnaheill – Save the Children vinna í rúmlega 120 löndum víða um heim við að hjálpa börnum að njóta réttinda sinna til verndar, heilbrigðisþjónustu, menntunar og til leikja á öruggum svæðum.  Samkomulagið felur í sér að IKEA Foundation styður hjálparstarf samtakanna um allt að tvær milljónir evra innan 72 klukkustunda frá því að alvarlegar hamfarir hafa dunið yfir samfélögum þar sem meira en milljón börn verða fyrir áhrifum þeirra og eyðilegging hefur orðið á stóru svæði.

Barnaheill – Save the Children munu nýta fjármagnið fljótt og vel til að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra að komast af og ná bata á næstu mánuðum þar á eftir.

Læknar án landamæra munu að sama skapi njóta allt að þriggja milljón evru styrks eftir slíkar hamfarir til að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra að lifa af.