Börn í N-Írak missa úr skóla

Meira en hálf milljón barna í Norður-Írak verður af kennslu í upphafi skólaárs þar sem hundruðir skóla gegna nú hlutverki flóttamannabúða. Átökin halda áfram og í Dohuk héraði í norðurhluta landsins hafa flóttamenn hreiðrað um sig í um 650 skólum.

Irak dohuk Fayda 2 school EvanMeira en hálf milljón barna í Norður-Írak verður af kennslu í upphafi skólaárs þar sem hundruðir skóla gegna nú hlutverki flóttamannabúða. Átökin halda áfram og í Dohuk héraði í norðurhluta landsins hafa flóttamenn hreiðrað um sig í um 650 skólum.

Um 1,2 milljónir manna hafa flúið heimili sín í norðurhluta Íraks og búa við mjög bágar aðstæður, jafnvel undir berum himni og án nægilegs matar eða vatns. Hreinlæti er ábótavant og staða fólksins er gífurlega alvarleg. Áframhaldandi átök auka á ótta fólksins og vanlíðan. Af þeim 200 þúsund sem hafa flúið heimili sín á síðustu vikum, eru meira en helmingur börn. Save the  Children hafa á þessu ári hjápað 79 þúsund íröskum börnum.

,,Börnin hafa flúið grimmilegt ofbeldi og búa við mjög erfiðar aðstæður. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að gefa þeim einhvers konar eðlilegt ástand og stöðugleika í gegnum skólagöngu,” segir Tina Yu, yfirmaður Save the Children í Írak. ,,Þrátt fyrir góð áform yfirvalda, eiga börnin sem búa í þessum skólum og börnin í samfélaginu á hættu að missa fleiri vikur úr skóla, og að dragast verulega aftur úr jafnöldrum sínum í námi.”

Jafnvel þótt flóttafjölskyldum verði komið fyrir í öðru húsnæði en skólunum, mun það taka vikur að koma skólunum aftur í starfhæft ástand áður en hægt er að hefja kennslu. Skrifborð, skólar og annar búnaður hefur á mörgum stöðum skemmst vegna flutninga til að koma flóttafólkinu fyrir. Auk þess er þörf á viðhaldi víða þar sem mikill ágangur hefur verið á þá aðstöðu sem er fyrir hendi í skólunum, eins og á salerni og eldhús.

Þar til skólar geta tekið við skólabörnum og hafið kennslu aftur, útvega Save the Children svæði til að kenna börnum á. Samtökin hafa einnig komið upp öruggum svæðum fyrir börn til að leika á. Þessi bráðabirgðasvæði hjálpa börnunum að halda áfram að læra og eiga samskipt við önnur börn á meðan ekki er hægt að hverfa aftur til þess samfélags sem þau þekkja. Þessi svæði geta þó ekki komið í staðinn fyrir hefðbundið skólastarf þegar til lengri tíma er litið.

,,Við köllum eftir því að alþjóðasamfélagið tryggi þessum börnum menntun. Þau hafa nú þegar gengið í gegnum meira en nokkuð barn ætti að þurfa að gera. Þetta er forgangsmál,” segir Erna Reynisdóttir, framkv&