Ísland þriðja best fyrir mæður

Ísland er í þriðja sæti af þeim löndum í heiminum þar sem best er að vera móðir samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children.

CoverÍsland er í þriðja sæti af þeim löndum í heiminum þar sem best er að vera móðir samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children. Noregur er í fyrsta sæti og Finnland í öðru, en á eftir Íslandi koma Danmörk og Svíþjóð. Sómalía rekur lestina annað árið í röð – og er það land þar sem verst þykir fyrir mæður að ala börn sín. Af botnsætunum 11 eru níu skipuð Afríkulöndum.  

Skýrslan um stöðu mæðra kom út í 16. sinn í dag.  Í ár er staða mæðra í borgarsamfélögum til sérstakrar skoðunar.

Á vesturlöndum kemur staða Bandaríkjanna mest á óvart. Þau hafa fallið niður listann síðustu ár og eru nú í 33ja sæti af þeim 179 löndum sem tekin eru fyrir í skýrslunni. Ein af hverjum 1.800 þarlendum mæðrum eiga á hættu að látast af vandkvæðum vegna meðgöngu eða fæðingu. Hvergi á vesturlöndum er staðan verri. Þetta þýðir að kona í Bandaríkjunum er meira en tíu sinnum líklegri til að látast við þessar aðstæður en pólsk eða austurrísk móðir - og barn í Bandaríkjunum er jafn líklegt til að látast fyrir fimm ára aldur og barn í Serbíu eða Slóvakíu.

Skýrslan leiðir einnig í ljós alvarlegt misræmi á heilsu ríkra og fátækra í helstu borgum heimsins. Á stöðum þar sem efnaðasta og heilbrigðasta fólkið býr, búa einnig sumar fátækustu fjölskyldur jarðkringlunnar.

„Við verðum að snúa þessari þróun við og búa öllum sömu möguleika til lífs, sama hvar þeir byggja jörðina. Allir eiga rétt á að búa við lágmarks lífskjör og að komast af, “ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

36 efstu„Í fyrsta sinn í mannkynssögunni býr nú meira en helmingur jarðarbúa í borgum. Vonin um betra líf og aukna atvinnumöguleika laðar fólk til borgarsamfélaga. Margar borganna ná ekki að halda utan um þennan aukna fjölda. Afleiðingarnar eru þær að hundruð milljóna mæðra og barna búa án nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í borgum þar sem aðgengi að hreinu vatni er oft ábótavant, “ segir Erna. 

„Ef við ætlum að ná því markmiði að binda enda &aacu