Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn

Barnaheill styðja við börn í Sýrlandi, Jemen og Lýðveldinu Kongó og munu gjafirnar koma að góðum notum þar sem þörfin er mest.

Með því að kaupa Heillagjöf styður þú við börn sem búa við erfiðar aðstæður. Þú getur keypt Heillagjöf í nafni þess sem þig langar að gleðja og Barnaheill sjá svo til þess að gjöfin verði send til þeirra barna sem þurfa á henni að halda. Við kaupin færð þú gjafabréf í tölvupósti sem þú getur gefið áfram, en einnig er hægt að kaupa útprentað gjafabréf og fengið það sent heim að dyrum fyrir 390 kr. Þau gjafabréf eru í póstkortastærð og prentuð út á þykkan pappír. Umslög fylgja með. Gjafabréf henta vel með jólapakkanum í ár.

Síðasti dagur til að kaupa útprentað gjafakort, sem skilar sér heim til viðtakanda fyrir jólin, er á morgun, 17. desember.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um Heillagjafir má hafa samband í gegnum netfangið heillagjafir@barnaheill.is eða í síma 553-5900