Jólakort Barnaheilla 2019 er komið út

Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi 2019
Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi 2019

Jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er komið út. Í ár er jólakortið tileinkað börnum er búa við stríð. Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði kortið eftir að hún las ljóðið Mannlegt viðmót eftir Árna Grétar FinnssonBergrún Íris segir að ljóðið fangi fullkomlega þá tilfinningu að „fjöldi barna er á landflótta og á ekki í örugga höfn að sækja”. Jólakortið sýnir samkvæmt Bergrúnu Írisi „heim þar sem gestum er fagnað með útbreiddan faðm og opin hjörtu“. 

Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Barnaheill sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Með því að kaupa jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi styður þú við börn sem búa við stríð í Sýrlandi og Jemen. 

 Hægt er að panta jólakortin á vefsíðu Barnaheilla og  er þá greitt með greiðslukorti.

Panta jólakort

Einnig má hringja í síma 553 5900 til að panta kort og millifæra greiðslu á reikning.

Jólakortin fást í verslunum A4 og Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu og á skrifstofu Barnaheilla að Fákafeni 9, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. Við sendum um allt land.