Jólakort Barnaheilla 2021 er komið út

Jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er komið út. Jólakortið 2021 ber heitið Kærleikur og er eftir listakonuna Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. Hönnunin er byggð á ,,Maríu-mynd", málverki sem hönnuður málaði og amma hennar, Sigríður Fanney Jónsdóttir gaf Egilsstaðakirkju árið 1988.

Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Barnaheill sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Með því að kaupa jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi styður þú vernd gegn ofbeldi á börnum. 

Hægt er að panta jólakortin á vefsíðu Barnaheilla og er þá greitt með greiðslukorti.

PANTA JÓLAKORT

Einnig má hringja í síma Barnaheilla, 553 5900 til að panta kort og millifæra greiðslu á reikning.

Jólakortin fást í verslunum A4 og Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu og á skrifstofu Barnaheilla að Fákafeni 9, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. Við sendum um allt land.

Jólakort Barnaheilla 2021 ber heitið Kærleikur