Kvennaathvarfið hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla 2017

Kvennaathvarfið hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. 

Kvennaathvarfið hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Engum getur dulist það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim Sigþrúður Guðmundsd th Kolbrún Baldursd tvóbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.

Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi Barnaheilla.

Afhending viðurkenningarinnar fór fram í veislusal veitingastaðarins Nauthóls. Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla, flutti ávarp og tilkynnti um viðurkenningarhafann sem steig í pontu og sagði nokkur orð. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti stutt ávarp. Guðmundur Steingrímsson, sem situr í stjórn Barnaheilla, lék á harmóníku við upphaf athafnarinnar. Jón Ragnar Jónsson,sem einnig á sæti í stjórninni, flutti tónlistaratriði. Fulltrúar Ungmennaráðs Barnaheilla, þau Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet, Gunnar Ágústsson og Kolbeinn Þorsteinsson, fluttu ávarp og tónlistaratriði. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, stýrði athöfninni.

Á efri myndinni má sjá Kolbrúnu Baldursdóttur formann Barnaheilla afhenda Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins verðlaunagripinn og -skjal. Sigrún Ólöf Einarsdóttir glerlistakona gerði gripinn. Á neðri myndinni eru þær ásamt Guðna Th. Jóhannessyni og Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla.

 

Með forsetanum