„Lauslát Skellibjalla“

bildeMaría Gyða Pétursdóttir, sem situr í ungmennaráði Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, skrifaði áhugaverða grein um skilaboð fjölmiðla til ungs fólks í kringum hrekkjavökuhátíðina. Greinin birtist í Fréttablaðinu og á visir.is en birtist hér einnig í heild sinni.

María Gyða Pétursdóttir, sem situr í ungmennaráði Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, skrifaði áhugaverða grein um skilaboð fjölmiðla til ungs fólks í kringum hrekkjavökuhátíðina. Greinin birtist í Fréttablaðinu og á visir.is en birtist hér einnig í heild sinni.

bildeHrekkjavaka er haldin hátíðleg víða um heim ár hvert. Hefðin er sú að fólk gangi í hús og bjóði fólki „grikk eða gott" („trick-or-treating"), klæði sig í búninga og sæki búningapartí. Hátíðin er mjög vinsæl, þá sérstaklega í Bandaríkjunum. 

Íslendingar hafa hingað til ekki haldið hrekkjavökuhátíðinni á lofti en þó hefur færst í vöxt að hér séu haldin grímuböll eða búningapartí á Hrekkjavöku. Þetta ár var engin undantekning, til að mynda var hrekkjavökupartí haldið á NASA, bæði fyrir 14 ára og eldri og 20 ára og eldri. Margir héldu partí í heimahúsum og einnig voru partí eða böll sem tengdust hátíðinni í einhverjum af grunn- og framhaldsskólum landsins.

Oft myndast mikil stemmning þegar kemur að því að finna flottasta búninginn.

Í 29. tölublaði Monitors, fylgiblaði Morgunblaðsins, ákváðu blaðamenn þess að aðstoða fólk við búningaval fyrir atburði sem tengdust hátíðinni.

Nefnt var að metnaðarleysi í búningavali væri ekki málið þetta árið en fyrirsögn greinarinnar var „Feitir ferðamenn og lauslátir vaxlitir". Henni fylgdu myndir af margvíslegum búningum sem blaðamenn höfðu safnað saman, og þá helst fyrir ungar konur. Þarna gat fólk fengið hugmyndir að frumlegum búningum. Þó að greinin hafi átt að vera á léttu nótunum má setja spurningamerki við þau skilaboð sem þar eru send. 

Textar með myndum, sem greininni fylgdu, voru á borð við „vertu sakleysið uppmálað sem lauslátt twister spil", „enginn abbast upp á lauslátan sjóræningja", „með nesti í körfu er lausláta rauðhetta vinsælasta stúlkan" og þetta átti ekki aðeins við um stúlkurnar því ekki má gleyma „dónalega tvíbura aladdín". 

Eru þetta skilaboðin til okkar, ungu kynslóðarinnar, að við getum helst ekki klætt okkur upp í búning nema vera lauslát, dónaleg eða senda á einhvern hátt kynferðisleg skilaboð? Að vera lauslátur hefur hingað til ekki haft góða merkingu í hugum ungmenna en hér er verið að senda þau skilaboð, að lauslæti, sem í íslenskum orðabókum er skilgreint sem að vera fjöllyndur í ástarmálum, sé orðið fullkomlega eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert.

Ung