Leiðrétting

Bangisnn Blær er táknmynd Vináttu.
Bangisnn Blær er táknmynd Vináttu.

Vegna greinar sem birtist á Eyjunni.DV.is, fimmtudaginn 12. apríl síðastliðinn vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri:

Samtökin kannast ekki við það sem fram kom í framangreindum pistli að Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti, hafi verið hafnað af borgarstjórn í Reykjavík og að Reykjavík sé eitt af fáum sveitarfélögum sem hafi ekki eyrnamerkt fé til Vináttuverkefnisins. Þetta er ekki rétt og á misskilningi byggt. Vinátta er nú þegar notuð í 13 leikskólum í borginni og einum grunnskóla.

Þegar skólar hafa óskað eftir að vinna með Vináttu hefur það verið útfært með mismunandi hætti. Í mörgum tilfellum hafa yfirmenn fræðsluþjónustu í viðkomandi sveitarfélögum sett það í hendurnar á viðkomandi skólum hvort þeir vilji vinna með þetta námsefni. Reykjavík er þar á meðal og sífellt fleiri leikskólar í borginni hafa valið að vinna með Vináttu og er mikil ánægja meðal þeirra. 

Samtökin hafa átt í góðri samvinnu við þau sveitarfélög og skóla sem vinna með Vináttu og vilja því koma þessari leiðréttingu á framfæri.