Leynist ungur listamaður í þinni fjölskyldu?

Teiknimyndasamkeppni er hluti af Mjúkdýraleiðangri Ikea í ár og vinningstillögurnar verða framleiddar sem mjúkdýr fyrir Mjúkdýraleiðangur næsta árs.

teiknisamkeppni_ikea 1000

Teiknimyndasamkeppni er hluti af Mjúkdýraleiðangri Ikea í ár og vinningstillögurnar verða framleiddar sem mjúkdýr fyrir Mjúkdýraleiðangur næsta árs.

Tilgangur Mjúkdýraleiðangursins er að efla menntun barna sem búa við erfiðar aðstæður víða um heim. Sem fyrr gefur Ikea eina evru til Barnaheilla – Save the Children og UNICEF fyrir hvert mjúkdýr sem selst til 3. janúar og stuðlar þannig að því að bágstödd börn njóti menntunar.

Börn fædd 2002 og síðar geta tekið þátt í teiknimyndasamkeppninni þar sem þau teikna draumamjúkdýrið sitt. Samkeppnin fram fer í öllum löndum þar sem Ikea rekur verslanir. Valdar verða 20 teikningar frá hverju landi og í lokakeppninni verða 10 hugmyndir valdar og framleiddar sem mjúkdýr fyrir Mjúkdýraleiðangur Ikea á næsta ári.

Ný mjúkdýr, hönnuð af börnum, fyrir börn til aðstoðar varnarlausustu börnunum í heiminum – það felast einhvers konar töfrar í því.

Skilafrestur er til 1. desember. Nánari upplýsingar er að finna hér.

All Soft Toy Characters 1000

Gefðu tvisvar kassarnir verða á sínum stað í verslun Ikea. Mjúkdýrin sem safnast þar renna öll til Barnaspítala Hringsins, þar sem þau létta langveikum börnum sjúkrahúsdvölina.

Mjúkdýraleiðangurinn í ár stendur yfir frá 9. nóvember til 3. janúar. Viðskiptavinir Ikea hafa safnað 67 milljónum evra frá árinu 2003 - þegar átakinu var fyrst ýtt úr vör - og 11 milljónir barna hafa notið góðs af. Það er Ikea Foundation sem stendur á bakvið átakið.

Því meira sem safnast, því fleiri börn geta gengið í skóla og brotist úr viðjum fátæktar og öðlast bjartari framtíð.