Lungnabólga dregur 4300 börn til dauða á hverjum degi

RS26415_Picture_119-lprAlþjóðlegur dagur lungnabólgunnar er í dag. Barnaheill – Save the Children hvetja til sameiginlegs átaks gegn þessum sjúkdómi sem kostar fleiri barnslíf en alnæmi, malaría og mislingar til samans.

RS26415_Picture_119-lpr
Moina með dætrum sínum Munira, fjögurra ára, og Mehrin, átta ára, á heimili þeirra í Babugonj í Bangladesh. Dolufaat, sjálfboðaliði í heilbrigðisþjónustu, heimsækir Muniru reglulega til að fylgjast með vexti hennar og heilsu. Dolufaat greindi Muniru með lungnabólgu og gaf móður hennar ráð um mataræði og hvernig væri best að hlúa að henni. Munira er smátt og smátt að ná heilsu. Barnaheill – Save the Children þjálfaði Dolufaat sem sjálfboðaliða í heilbrigðisþjónustu í byrjun ársins og var það liður í verkefni samtakanna "Heilsa og næring móður og barns". Á hverju ári verður fjórðungur barna undir fimm ára aldri í Bangladesh veikur og 35 þúsund af þeim deyja, úr niðurgangi eða niðurgangi og lungnabólgu.

Alþjóðlegur dagur lungnabólgunnar er í dag. Barnaheill – Save the Children hvetja til sameiginlegs átaks gegn þessum sjúkdómi sem kostar fleiri barnslíf en alnæmi, malaría og mislingar til samans.

Enginn sjúkdómur dregur fleiri börn undir fimm ára aldri til dauða en lungnabólga. Á hverjum degi látast 4300 börn af hennar völdum, eða eitt barn á 20 sekúndna fresti. EVERY ONE-átak Barnaheilla – Save the Children miðar að því að bjarga lífi milljóna barna fyrir árið 2015.

„Lungnabólga dregur fleiri börn til dauða en alnæmi, malaría og mislingar til samans,“ segir Adrian Lovett, yfirmaður Alþjóðlegra átaka Barnaheilla – Save the Children. „Flestir íbúa heimsins líta á það sem sjálfsagðan hlut að fá heilbrigðisþjónustu og sýklalyf sem koma í veg fyrir að lungnabólga verði banvæn en fátækustu börnum he