Málþing Barnaheilla

Alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi á börnum er 20 október nk og að því tilefni boða  Barnaheill, Save the Children, á Íslandi til málþings í hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu 2. hæð,  frá kl. 13:30 - 16:00.

Alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi á börnum er 20 október nk og að því tilefni boða  Barnaheill, Save the Children, á Íslandi til málþings í hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu 2. hæð,  frá kl. 13:30 - 16:00.

Á málþinginu verður fjallað um aðstæður barna á Íslandi, birtingarmyndir ofbeldis og hvaða leiðir eru færar til að sporna við því. Jafnframt verður kynntur nýr fræðsluvefur Barnaheilla.

 

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, leggja áherslu á mikilvægi þess að vernda börn og ungmenni gegn ofbeldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu, þau verða eigi að síður fyrir margvíslegu ofbeldi s.s. á heimilum sínum, í skólanum og á götum úti. Ofbeldi á börnum er í sumum löndum réttlætt af yfirvöldum sem tæki til ögunar og uppeldis. Líkamlegar refsingar heyra vonandi brátt sögunni til hér á landi sem annars staðar, en til þess þarf samstillt átak, vitundarvakningu og ekki síst skýr ákvæði í lögum.

 

Dagskrá:

13:30 Setning málþings: Nemendur í 8. bekk Snælandsskóla

 

13:35 Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla: Inngangsorð

 

13:45 Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna: Umfjöllun um ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd barna gegn ofbeldi.

 

14:05  Nemendur úr Snælandsskóla: Kynning á verkefnum sem þeir hafa unnið í tilefni dagsins.

 

14:30 - 14:40 Kaffihlé

 

14:40 Anni Haugen, lektor í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands: Barnavernd á Íslandi.

 

15:00 Arndís Tómasdóttir, starfsmaður Barnaheilla: Kynning á nýjum fræðsluvef Barnaheilla um vernd barna gegna ofbeldi.

 

15:20 Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunar: Einelti, ein birtingarmynd ofbeldis.

 

Umræður

 

Fundarstjóri: Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla.