Manstu eftir Umi?

01_RS32074__mg_8744Enn líða 6 milljónir barna í Austur-Afríku vegna hungurs. Undanfarna daga hafa miklar rigningar aukið enn frekar á erfiðleika sumra þessara barna. Barnaheill – Save the Children hafa staðið fyrir umfangsmikilli neyðaraðstoð á svæðinu síðustu mánuði. Saga Umi sýnir svo ekki verður um villst að það er hægt að bjarga börnunum í Austur-Afríku frá annars vísum dauða.

Uma í júlí, alvarlega vannærð og með sýkingu í lungnapípum.Uma í júlí, alvarlega vannærð og með sýkingu í lungnapípum.Enn líða 6 milljónir barna í Austur-Afríku vegna hungurs. Undanfarna daga hafa miklar rigningar aukið enn frekar á erfiðleika sumra þessara barna. Barnaheill – Save the Children hafa staðið fyrir umfangsmikilli neyðaraðstoð á svæðinu síðustu mánuði. Saga Umi sýnir svo ekki verður um villst að það er hægt að bjarga börnunum í Austur-Afríku frá annars vísum dauða.

Fyrir þremur mánuðum, var hin þriggja mánaða Umi færð til heilsugæslustöðvar á vegum Barnaheilla – Save the Children í Wajir í Kenýja. Umi var vannærð og skorti vökva auk þess sem hún þjáðist af bólgu í lungnapípunum. Móðir Umi var einnig vannærð.

Við komuna vóg Umi aðeins 1,7 kílógrömm. Hún var á spítala í níu nætur og á þeim tíma þyngdist Umi um 200 grömm. Henni batnaði fljótt og er, að sögn heilbrigðisstarfsmanna, á meðal fárra vannærða barna með aðra læknisfræðilega kvilla, sem hægt hefur verið að útskrifa svo fljótt.

Barnaheill – Save the Children hafði milligöngu um að flytja Umi aftur til bæjarins Habaswein, þar sem foreldrar hennar höfðu fengið inni hjá ættingjum. Næringarfræðingur og starfsmaður á vettvangi á vegum Barnaheilla – Save the Children hafa heimsótt fjölskylduna daglega síðustu þrjá mánuði og veitt fræðslu um næringu og þá aðallega gildi þess að hafa barnið einvörðungu á brjósti.

Uma eftir að hún fékk hjálpUma eftir að hún fékk hjálp.

Eins og flestar mæður á þessu svæði, var móðir Umi í fyrstu mjög treg til að hafa dóttur sína einvörðungu á brjósti og velti því þess í stað fyrir sér að gefa Umi geitamjólk. Næringarfræðingur Barnaheilla – Save the Children gat sannfært hana um ágæti brjóstamjólkur og um mikilvægi þess að leggja barnið oftar á brjóstið.

Barnaheill – Save the Children hafa, á hverjum degi frá því Umi var útskrifuð frá sp&iac