Matargjafir Barnaheilla í Sýrlandi

Frá upphafi átakanna í Sýrlandi árið 2011 hefur ástandið farið hríðversnandi dag frá degi og sjaldan verið verra en nú þegar ISIS samtökin hafa yfirtekið stór landssvæði og eira engu. Áætlað er að níu milljónir manna hafi flúið heimili sín, þar af séu á sjöunda milljón landflótta í eigin landi. Af þeim eru um helmingur börn. 

Sýrland - strákurFrá upphafi átakanna í Sýrlandi árið 2011 hefur ástandið farið hríðversnandi dag frá degi og sjaldan verið verra en nú þegar ISIS samtökin hafa yfirtekið stór landssvæði og eira engu. Áætlað er að níu milljónir manna hafi flúið heimili sín, þar af séu á sjöunda milljón landflótta í eigin landi. Af þeim eru um helmingur börn. Tæplega 5 milljónir búa á afskekktum svæðum sem hafa einangrast og allar nauðsynjar eru af skornum skammti, svo sem matur, vatn og eldsneyti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa með stuðningi Utanríkisráðuneytisins fjármagnað verkefni sem felst í að dreifa matarkörfum til fjölskyldna á tveimur þessara staða, Wadi Barada og Dara‘a. Alls sendu samtökin um 10 milljónir króna í verkefnið.

Wadi Barada

Wadi Barada dalur er sunnan við Damascus og þar búa um 50.000 manns, meðal annars flóttamenn úr öðrum landshlutum. Undanfarna mánuði hefur ástandið hríðvesnað í dalnum og hafa hjálparstarfsmenn þurft að yfirgefa svæðið tímabundið vegna átaka. 

Þrátt fyrir ástandið tókst að koma matarkörfum til 1606 fjölskyldna, eða 206 fleiri fjölskyldna en lagt var upp með í upphafi.

Dara'a

Í Dara'a héraði var matakörfum dreift í tveimur borgum, Tel Shihab og Sheikh Miskeen. Tel Shihab hefur sloppið nokkuð vel frá átökunum þó þau hafi aukist í bæjunum í kring. Samt sem áður hefur rafmagn og aðrir orkugjafar verið af mjög skornum skammti. Vatnsskortur hefur einnig hrjáð íbúa í borginni. Í Dara’a tókst að dreifa matarkörfum til þeirra 400 fjölskyldna sem stefnt var að. Ástandið er mun verra Í Sheikh Miskeen þar sem hörð átök hafa geisað. Tveir þriðju hlutar borgarinnar eru algjörlega án rafmagns. Vatnsveitan skemmdist í átökum í mars svo íbúarnir reiða sig á brunn sem gengur fyrir olíu sem er dýr og af mjög skornum skammti. Barnaheill – Save the Children náðu að dreifa 370 af þeim 400 matarkörfum sem áætlað var í Sheikh Miskeen.

Syria Regional Pool Fund

Sýrland maturSeinnipart ársins 2014 sóttu Barnaheill – Save the Children um styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að taka þátt í að fjármagna svokallaðan Syria Regional Pool Fund sem stýrt er af alþjóðasamtökunum. Sjóðurinn veitir fjármagni til neyðarhjálpar og mannúðaraðstoðar vegna hörmunganna í Sýrlandi. Hann var settur á stofn til þess að framlög frá meðlimum Save the Children víðsvegar úr heiminum nýttust sem best og væ