Memo frá Ítalíu

Ingibjörg Ragnheiður Linnet, fulltrúi í ungmennaráði Barnaheilla, skrifar um heimsókn í sumarskóla Save the Children á Ítalíu.

Ingibjo¨rgÍ byrjun júlí 2015 fór ég ásamt Margréti Júlíu Rafnsdóttur til Rómar á vegum Barnaheilla ­ Save the Children á Ítalíu. Samtökin buðu okkur að koma og skoða starf þeirra úti, og þá sérstaklega sumarskólann SottoSopra sem er á þeirra vegum. Um er að ræða sumarskóla sem starfar víðsvegar um Ítalíu. SottoSopra starfar eftir 12. grein Barnasáttmálans sem snýst um að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum þeim málum er þau varða og að tekið sé tillit til skoðanna þeirra miðað við aldur þeirra og þroska. Aðaláhersla SottoSopra er lögð á þátttöku barna í samfélaginu. 

Við fulltrúar frá ungmennaráðum í Svíþjóð, Bosníu, Albaníu og Íslandi hittumst að morgni 1. júlí og kynntumst aðeins áður en við fórum saman með rútu í sumarskólann þar sem ítölsku krakkarnir tóku á móti okkur. Okkur var fagnað með skemmtiatriðum sem voru í senn skemmtileg, þroskandi og lærdómsrík, því þau fjölluðu um og gengu út á framkomu fólks hvert við annað og umburðarlyndi sem allir ættu að sýna öðrum. Eftir þessar flottu móttökur var okkur skipt niður í umræðu­hringi þar sem við skrifuðum niður og deildum með öðrum svörum okkar og skoðunum á ýmsum spurningum sem tengdust áhrifum barna og fleiru. Þetta kom huganum á flug og var mjög skemmti­legt, því allir voru svo frjóir og hugmyndaríkir. Eftir þetta var okkur skipt niður í hópa, en nú átti ég að kynna ungmennaráðið okkar fyrir krökkunum í SottoSopra, segja frá starfi okkar og áherslum. Ítölsku krakkarnir kynntu svo SottoSopra fyrir okkur hinum. Eftir hádegis­ mat tókum við annan umræðuhring og svo fengum við frjálsan tíma. Um kvöldið voru svo skemmtilgir tónleikar þar sem spiluð var 

afríkönsk þjóðlagatónlist og dansað. Ég mun seint gleyma þessum degi, því hann vars svo ótrúlega lærdómsríkur og skemmtilegur. 

Daginn eftir, 2. júlí, funduðum við krakk­ arnir úr ungmennaráðunum frá Íslandi, Sví­ þjóð, Bosníu og Albaníu, þar sem við kynntum starf okkar hvert fyrir öðru. Eftir þennan fund fórum við saman að skoða Colosseum, en það var svo það síðasta sem við gerðum saman í þessari ferð. Í ferðinni var helst rætt um hvernig ætti að taka á ýmsum vanda­ málum tengdum börnum og hvernig &ael