#Menntamóment - Þróunarsamvinna ber ávöxt

Í dag hefst kynningarátak um gildi þróunarsamvinnu sem gengur undir heitinu Þróunarsamvinna ber ávöxt. Markmiðið er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélags- og siðferðilegar skyldur í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum. 

Í dag hefst kynningarátak um gildi þróunarsamvinnu sem gengur undir heitinu Þróunarsamvinna ber ávöxt. Þetta er í þriðja sinn sem átakið fer fram en að því standa frjáls félagasamtök á Íslandi, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Í ár er áherslan á gildi menntunar og fræðslu í þróunarstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Átakið stendur til 4. október.

Fjöldi viðburða verður í vikunni en auk félagasamtakanna leggur fjöldinn allur málefninu lið. Þannig munu nemendur í sjötta bekk í tveimur skólum, Varmárskóla og Grunnskólanum í Vestmannaeyjum vera í sambandi við jafnaldra sína í Kenía og Úganda með hjálp Skype.

Þá verður málþing miðvikudaginn 2. október kl. 15.30 í Þjóðminjasafninu þar sem fjallað verður um gildi menntunar og þekkingar í fjölmenningarlegum heimi. Sérlegur gestur málþingsins verður Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví og systir Joyce Banda forseta Malaví. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra setur málþingið, Hildur Blöndal Sveinsdóttir flytur erindi um menntun, margbreytileika og hnattræna vitund kynntar verða niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar um viðhorf til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og þekkingu á málaflokknum ásamt nýrri skýrslu um stöðu þróunarfræðslu hér á landi.

Við sama tækifæri mun Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opna formlega nýjan upplýsingavef, komumheiminumilag.is, um þróunarfræðslu þar sem safnað hefur verið saman gagnlegum upplýsingum um m.a. nýtt kennsluefni, verkefni og leiðbeiningar fyrir kennara auk myndabanka.

Í vikunni verður jafnframt lögð áhersla á að kynna kennurum og öðrum áhugasömum það námsefni sem býðst í þróunarfræðslu. Þannig mun Námsgagnastofnun kynna á vef sínum allt það námsefni sem þar er til um þróunarmál auk þess sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands mun standa fyrir sérstakri kynningu á bókasafni sviðsins alla vikuna. Í hverju hádegi verða t.a.m sýndar fræðslumyndir sem tengjast þróunarmálum.

Unga fólkið lætur ekki sitt eftir liggja því það stendur fyrir „instagamani“ á Instagram þar sem fólk er hvatt til þess að taka mynd og birta með hashtagginu #menntamóment. Túlkun hvers og eins á hugtakinu er frjáls en að sjálfsögðu er vonast eftir líflegum og litríkum myndum – og nóg af þeim. Myndirnar verða birtar á Facebook-síðu átaksins og á Twitter. Skemmtilegustu myndirnar verða síðan sýndar á tónleikum í St&uacu