Mesti flóttamannavandi í heimi síðan 1994

Helle Thorning-Schmidt framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children International hélt fyrir stuttu til Bangladess til að kynna sér ástandið í flóttamannabúðum Rohingya sem flúið hafa ofsóknir og grimmdarverk gegn þeim í Mjanmar. 

Helle Thorning-Schmidt framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children International hélt fyrir stuttu til Bangladess til að kynna sér ástandið í flóttamannabúðum Rohingya sem flúið hafa ofsóknir og grimmdarverk gegn þeim í Mjanmar. Nærri 600 þúsund Rohingyar hafa komið í búðirnar síðan í ágúst. Þetta er mesti flóttamannavandi í heimi frá því þjóðarmorðið átti sér stað í Rúanda árið 1994.

Meira en helmingur þeirra sem komið hafa í flóttamannabúðirnar eru börn. „Það eru börn alls staðar, að leika sér í drullunni, berfætt og fáklædd. Fjölskyldur hafa komið allslausar og búa í frumstæðuMeð frétt frá Helle_okt2017m skýlum. Allar aðstæður eru mjög bágbornar og gróðrarstía fyrir alvarlega smitsjúkdóma. Skortur er á hreinu vatni og fólk hefur enga möguleika á að sjá sér fyrir nauðþurftum og er því algjörlega háð utanaðkomandi aðstoð. Í það minnsta 50.000 börn þjást af vannæringu. Mörg börn eru ein á ferð og í mikilli þörf fyrir vernd.

Barnaheill – Save the Children reka öflugt starf í Bangladess sem hefur auðveldað hraða uppbyggingu hjálparstarfs. Á tveggja mánaða tímabili hefur starfsmönnum í flóttamannabúðunum fjölgað úr 15 í 150.

Við afhendum mat, eldunaráhöld, hreinlætisvörur og búnað til sótthreinsunar á vatni. Við rekum athvörf sem eru barnvæn og örugg fyrir börn sem hafa engan til að sjá um þau. Við höfum fundið 1.200 fylgdarlaus börn og sameinað þau ættingjum sínum. Fram að þessu höfum við náð til 150.000 manns,“ segir Helle.

Barnaheill – Save the Children International hafa safnað 25 milljónum dollara og áætla að upphæðin nái 90 milljónum. Farið hefur verið fram á það við stjórnvöld í Dhaka, höfuðborg Bangladess, að slaka á regluverki svo hægt sé að hraða hjálparstarfi og fyrirbyggja hindranir.

Næsta skref er að sjá Rohingya-börnum fyrir menntun. Um 450.000 börn í Bangladess ganga ekki í skóla. Næsta stóra verkefni Barnaheilla er að knýja á um úrbætur í þeim efnum.

Helle hélt til Senegal frá Bangladess þar sem Barnaheill tóku þátt í að halda fund meðal æðstu ráðamanna til að koma í veg fyrir hjónabönd barna í Vestur- og Mið-Afríku. Var það liður í átakinu Every Last Child sem miðar að því að breyta þeirri nöturlegu staðreynd að sjöundu hverju sekúndu giftist stúlka undir 15 ára aldri.

 

Á myndunum er Helle meðal Rohingya-barna í flóttamannabúðunum og að kann