Milljarðar króna safnast í Mjúkdýraleiðangri IKEA 2011

Mjúkdýraleiðangur IKEA, Barnaheilla – Save the Children og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF fór af stað 1. nóvember sl. Fyrir hvert mjúkdýr og hverja barnamáltíð sem keypt var á tímabilinu 1. nóvember til 23. desember 2011 gaf IKEA-sjóðurinn sem nemur einni evru til áðurnefndra samtaka til að styðja við menntun bágstöddustu barnanna í heiminum. Í þetta skiptið söfnuðust ríflega 3,6 milljónir króna á Íslandi en þetta er í áttunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn. Viðskiptavinir IKEA á Íslandi gáfu að auki 500 mjúkdýr í söfnun fyrir börn á Barnaspítala Hringsins.

Mjúkdýraleiðangur IKEA, Barnaheilla – Save the Children og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF fór af stað 1. nóvember sl. Fyrir hvert mjúkdýr og hverja barnamáltíð sem keypt var á tímabilinu 1. nóvember til 23. desember 2011 gaf IKEA-sjóðurinn sem nemur einni evru til áðurnefndra samtaka til að styðja við menntun bágstöddustu barnanna í heiminum. Í þetta skiptið söfnuðust ríflega 3,6 milljónir króna á Íslandi en þetta er í áttunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn. Viðskiptavinir IKEA á Íslandi gáfu að auki 500 mjúkdýr í söfnun fyrir börn á Barnaspítala Hringsins.

Alls söfnuðust 12,4 milljónir evra eða ríflega tveir milljarðar króna í Mjúkdýraleiðangri IKEA á heimsvísu. Þetta dýrmæta framlag nýtist til að fræða kennara um barnvænar kennsluaðferðir, byggja betri skóla og sjá börnum fyrir námsgögnum og kennslubókum. Fjármunirnir sem söfnuðust í Mjúkdýraleiðangrinum í ár verða nýttir til að fjármagna 18 verkefni í 16 löndum á vegum Barnaheilla - Save the Children og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF. Hluti Barnaheilla - Save the Children verður notaður til eflingar menntunar barna úr jaðarhópum í Asíu og Austur-Evrópu en hluti Barnahjálparinnar rennur til skólastarfs í Afríku, Rússlandi og Kína. Þannig er stuðlað að því að börn heimsins njóti þeirra sjálfsögðu mannréttinda sem felast í góðri menntun.

Frá upphafi átaksins árið 2003 hafa safnast 47,5 milljónir evra eða ríflega 7,6 milljarðar króna sem bætt hafa líf rúmlega átta milljóna barna í Asíu, Afríku og Mið- og Austur-Evrópu. Öll 38 IKEA löndin/svæðin buðu viðskiptavinum sínum að taka þátt í leiðangrinum. Með samstilltu átaki viðskiptavina, ríflega 300 IKEA verslana, Barnaheilla – Save the Children og UNICEF er hægt að halda áfram með menntunarverkefni um allan heim og hefja ný.  

IKEA-sjóðurinn (IKEA Foundation) var settur á laggirnar árið 2005 og styður samfélagsleg verkefni um allan heim. Markmiðið er að bæta réttindi og tækifæri barna. Aðalsamstarfsaðilarnir eru Barnaheill – Save the Children og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF. Framlag IKEA til þessara samtaka er það stærsta sem kemur frá fyrirtæki. IKEA-sjóðurinn styður við ýmis konar verkefni með heildrænni nálgun og það markmið að hafa umtalsverð og varanleg áhrif. IKEA á Íslandi, Barnaheill – Save the Children og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF færa öllum þeim sem tóku þátt í Mjúkdýraleiðangrinum bestu þakkir.