Mjúkdýraleiðangur IKEA á Íslandi safnar 1,5 milljónum

Í dag afhenti starfsfólk IKEA Barnaspítala Hringsins fjölda mjúkdýra sem söfnuðust í árlegum Mjúkdýraleiðangri fyrirtækisins. Hér á landi safnaðist rúm ein og hálf milljón króna

Mjúkdýraleiðangur BHÍ dag afhenti starfsfólk IKEA Barnaspítala Hringsins fjölda mjúkdýra sem söfnuðust í árlegum Mjúkdýraleiðangri fyrirtækisins. Hér á landi safnaðist rúm ein og hálf milljón króna en á heimsvísu lögðu viðskiptavinir IKEA söfnuninni lið með því að kaupa mjúkdýr -ein evra af hverju seldu mjúkdýri rann til söfnunarinnar. Á heimsvísu safnaðist 11,1 milljón evra, eða um einn og hálfur milljarður íslenskra króna.  
  • Fleiri en 12 milljón börn í Afríku, Asíu og Evrópu njóta betri skóla, kennslu og kennslugagna vegna samstarfs IKEA Foundation, Barnaheilla - Save the Children og UNICEF
  • 1.506.444 krónur söfnuðust á Íslandi í síðustu Mjúkdýr fyrir menntun herferðinni
  • Yfir 200 mjúkdýr renna til Barnaspítala Hringsins þar sem þau gleðja skjólstæðinga spítalans

Frá árinu 2003 hefur Mjúkdýraleiðangur IKEA Foundation safnað 88 milljónum evra fyrir barnaheill - Save the Children og UNICEF, og þannig hjálpað sumum af varnarlausustu börnumí heimi víða um heim að sækja skóla. Féð hefur einnig verið notað til að þjálfa kennara, kaupa kennslugögn og búa börnum öruggara umhverfi, bæði í skólanum og í samfélaginu almennt.

Í verslun IKEA á Íslandi söfnuðust 10.611 evrur, eða 1.506.444 íslenskar krónur í herferðinni. Eins og undanfarin ár bauðst viðskiptavinum einnig að gefa tvisvar með því að láta mjúkdýrið í söfnunarkassa. Þar söfnuðust yfir 200 mjúkdýr sem renna til Barnaspítala Hringsins þar sem þau koma til með að gleðja börnin sem þar þurfa að dveljast. Það er starfsfólki IKEA á Íslandi mikil ánægja að fá að afhenda Barnaspítalanum þessi mjúkdýr fyrir hönd viðskiptavina.

„Menntun er ábyggilegasta leiðin úr fátækt. Öll börn eiga rétt á menntun en allt of mörg eru enn útilokuð. Samstarfið við UNICEF og Save the Children í 13 ár hefur gert okkur kleift að taka reglubundið á vandamálinu og fjárfesta í betri menntun fyrir börn í sumum af fátækustu samfélögunum í heimi. Við erum gríðarlega þakklát viðskiptavinum IKEA og starfsfólkinu sem hefur lagt mikið á sig til að gera þetta að veruleika fyrir 12 milljón börn,“ sagði Per Heggenes, framkvæmdastjóri IKEA Foundation.

Þótt Mjúkdýr fyrir menntun herferðin hafi nú runnið sitt skeið á enda, kemur IKEA Foundation til með að halda áfram að starfa með UNICEF og Save the Children í verkefnum í Austur-Evrópu, Afríku og As&i