Mjúkdýraleiðangur Ikea nú í 12. sinn

Mjúkdýraleiðangur Ikea hefst 9. nóvember. Fyrir hvert selt mjúkdýr fram til 3. janúar rennur ein evra til menntaverkefna Barnaheilla og Unicef sem stuðla að því að bágstödd börn njóti réttar síns til menntunar. 

teaser_softtoy_2014

Mjúkdýraleiðangur Ikea hefst 9. nóvember. Fyrir hvert selt mjúkdýr fram til 3. janúar rennur ein evra til menntaverkefna Barnaheilla og Unicef sem stuðla að því að bágstödd börn njóti réttar síns til menntunar. 

Átakið snýst um að bjóða viðskiptavinum IKEA að ganga til liðs við Mjúkdýraleiðangurinn svo við getum í sameiningu látið rétt barna til menntunar verða að veruleika.

Frá upphafi leiðangursins árið 2003 hefur IKEA Foundation gefið 67 milljónir evra til menntunar meira en 11 milljóna barna í 46 löndum. Afraksturinn að leiðangrinum í ár gerir Barnaheillum og Unicef kleift að þjálfa kennara, bæta verndarkerfi barna og útvega kennsluefni. Eftir Mjúkdýraleiðangur síðasta árs gat IKEA Foundation gefið 13,6 milljónir evra, eða tæpa 2,2 milljarða íslenskra króna.

Stuðningur við börn á Barnaspítala Hringsins

Þú getur glatt enn fleiri börn með því að setja mjúkdýr í þar til gerða kassa sem staðsettir eru við inn- og útgang IKEA. Öll mjúkdýrin sem þar safnast verða gefin til Barnaspítala Hringsins og verður gjöfin því tvöföld.

Ein evra er ef til vill ekki mikill peningur í huga viðskiptavina IKEA sem kaupa mjúkdýrin en hún nægir til að kaupa ritföng og bækur fyrir fimm börn.

Saman getum við hjálpað börnum að breyta heiminum. Höldum leiðangrinum áfram!