Mjúkdýr IKEA gefa börnum betri tækifæri í lífinu

Mjúkdýrin í IKEA eru ekki bara skemmtilegir leikfélagar, heldur láta þau líka gott af sér leiða. Mjúkdýraleiðangur IKEA er árlegur viðburður og í ár stendur hann yfir frá 10. nóvember til 4. janúar. 

Mjúkdýr1.minniMjúkdýrin í IKEA eru ekki bara skemmtilegir leikfélagar, heldur láta þau líka gott af sér leiða. Mjúkdýraleiðangur IKEA er árlegur viðburður og í ár stendur hann yfir frá 10. nóvember til 4. janúar. Á því tímabili gefur IKEA Foundation eina evru fyrir hvert mjúkdýr sem selst í IKEA verslunum um allan heim, og rennur söfnunarféð til menntunar barna víðsvegar um heiminn. Þar að auki býðst viðskiptavinum IKEA á Íslandi að gefa tvisvar með því að setja mjúkdýrið sem keypt var í söfnunarkassa í versluninni. Mjúkdýrin sem safnast verða öll gefin til Barnaspítala Hringsins og fá þau nýtt heimili hjá skjólstæðingum spítalans.

Frá árinu 2003 hefur Mjúkdýraleiðangurinn:
• Safnað hátt í 57 milljónum evra
• Stutt 90 verkefni í 45 löndum
• Útvegað 10 milljónum barna betri menntun

Það hefur sannað sig að lítið framlag getur skipt fullt af börnum miklu máli. Frá árinu 2003 hefur mjúkdýraleiðangurinn, í gegnum samstarf við UNICEF og Barnaheill – Save the Children, hjálpað meira en 10 milljón börnum í 90 verkefnum í 46 löndum. Í leiðangrinum í fyrra söfnuðust 10,5 milljónir evra, eða ríflega 1,7 milljarður íslenskra króna. Hér á landi söfnuðust þar að auki 330 mjúkdýr í gefðu tvisvar kassana í versluninni og hafa þau öll fengið nýtt heimili hjá skjólstæðingum Barnaspítala Hringsins.

Menntun er áhrifaríkasta og skilvirkasta leiðin til að hjálpa börnum að brjótast úr viðjum fátæktar. Áhrifin sem hún getur haft á ungt líf eru gríðarleg. Menntun hefur bein áhrif á velferð, allt frá betri heilsu að auknum tækifærum. Hún færir börnum líka þekkinguna, hæfnina og sjálfstraustið sem þau þurfa til að skapa sér betri framtíð. Þegar barn byrjar - og heldur áfram - í skóla, breytir það ekki aðeins stefnunni í lífi sínu, heldur lífi komandi kynslóða líka. Þannig ryðja litlar breytingar brautina fyrir þær stærri.

Nánari upplýsingar um árangur og tilgang Mjúkdýraleiðangursins má finna á www.IKEA.is/mjukdyraleidangurinn