MS-ingar styrkja skólastarf Save the Children í Kambódíu

Átta hundruð nemendur Menntaskólans við Sund óska eftir vinnu í einn dag í febrúar á næsta ári og hyggjast gefa fátækum börnum í Kambódíu andvirði vinnunnar. Þetta er í annað sinn sem nemendur skólans styðja uppbyggingarstarf Save the Children í Kambódíu á þennan hátt.

Átta hundruð nemendur Menntaskólans við Sund óska eftir vinnu í einn dag í febrúar á næsta ári og hyggjast gefa fátækum börnum í Kambódíu andvirði vinnunnar. Þetta er í annað sinn sem nemendur skólans styðja uppbyggingarstarf Save the Children í Kambódíu á þennan hátt.

Barnaheill hafa undanfarin ár tekið þátt í að starfrækja grunnskóla í litlu þorpi í Kambódíu í samstarfi við Save the Children samtökin í Noregi. Skólinn er starfræktur í litlum fljótabátum í þorpinu Kampong Our en þar búa 420 manns. Árið 1999 styrktu MS-ingar verkefnið í Kambódíu á sambærilegan hátt og safnaðist þá ein milljón króna sem var nýtt til uppbyggingar skólans og menntunar tveggja kennara. „Framlag krakkanna í MS hefur haft mikið að segja fyrir þessi kambódísku börn. Menntun hafði aflagst í þorpinu á tímum ógnarstjórnar Rauðu Khmeranna þegar þetta samstarfsverkefni var sett af stað og nú vonumst við til að hægt verði að setja á laggirnar svipaða starfsemi í fleiri slíkum þorpum,“ segir Kristín Jónasdottir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Verkefni Nemendafélags MS verður unnið í árshátíðarviku skólans í febrúar á næsta ári og mun félagið reyna að útvega sem flestum nemendum
vinnu.