N1 er hlekkur Heillakeðjunnar í maí

N1 er hlekkur í Heillakeðju barnanna í maímánuði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru í samstarfi við tólf íslensk fyrirtæki sem mynda keðju stuðningsaðila í ár og taka að sér einn mánuð til stuðnings samtökunum. N1 leggur verkefninu lið með því að láta allan ágóða af 0,5l VOT vatni sem selt er í mánuðinum renna til samtakanna. Starfsfólk leggur einnig sitt af mörkum með því að mynda Heillakeðju á áheitavefnum heillakedjan.is.

N1 er hlekkur í Heillakeðju barnanna í maímánuði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru í samstarfi við tólf íslensk fyrirtæki í ár sem mynda keðju stuðningsaðila og taka að sér einn mánuð til stuðnings samtökunum. N1 leggur verkefninu lið með því að láta allan ágóða af 0,5l VOT vatni sem selt er í mánuðinum renna til samtakanna. Kælarnir með vatninu eru sérmerktir en fyrirtækið efnir til söluátaks á drykknum. Starfsfólk leggur einnig sitt af mörkum með því að mynda Heillakeðju á áheitavefnum heillakedjan.is.

Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefna í þágu barna á vegum Barnaheilla. Sjaldan hefur verið brýnna en nú að standa vörð um málefni þeirra. Í hverjum mánuði er valið eitt þema úr barnasáttmálanum. Í maí er það 31. greinin sem fjallar um rétt til hvíldar og tómstunda.

Þátttaka N1 í Heillakeðjunni er hlekkur í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins. Starfsfólk N1 vill einnig leggja sitt beint af mörkum með áheitum á áheitavefnum heillakedjan.is.

Tíu fyrirtæki hafa nú þegar ákveðið að taka þátt í Heillakeðju barnanna. Þau eru;  Blómaval, Ölgerðin, Lýsi, VÍS, N1, Háskólabíó og Smárabíó, Síminn, Aðföng, Icepharma, Epli.is og Eymundsson. Með þátttöku í Heillakeðjunni hafa öll þessi fyrirtæki skuldbundið sig til að leggja verkefnum samtakanna lið. Hvert þeirra mun fara ólíkar leiðir í sínum mánuði en hægt verður að fylgjast með því sem í boði verður á heimasíðu fyrirtækjanna og á facebook-síðu Heillakeðjunnar.

Heillakedjan.is
Einstaklingar geta tekið þátt í Heillakeðju barnanna með því að stofna sínar eigin heillakeðjur til stuðnings börnum inn á vefnum heillakedjan.is. Þar er með einföldum hætti hægt að stofna til heillakeðju, velja verkefni til að styrkja og bjóða vinum að taka þátt.