Nemendur Víkurskóla söfnuðu fyrir börn á Gaza

Tótla, framkvæmdastjóri Barnaheilla, afhenti nemendum Víkurskóla þakkarskjal.
Tótla, framkvæmdastjóri Barnaheilla, afhenti nemendum Víkurskóla þakkarskjal.

Barnaheill þakka nemendum Víkurskóla kærlega fyrir að hafa valið að styrkja samtökin á góðgerðardegi sínum 1. júní síðastliðinn.

Nemendur og starfsfólk Víkurskóla í Reykjavík héldu sinn fyrsta góðgerðardag laugardaginn 1. júní síðastliðinn. Markmið dagsins var að afla fjár fyrir börn á Gaza, sem þurfa tafarlausa hjálp og fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein. Alls söfnuðust 600.000 krónur sem skiptast jafnt milli Barnaheilla og Krafts og fá því félögin 300.000 krónur hvort um sig.

„Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og fór söfnun okkar fyrir Kraft og Börn á Gaza fram úr okkar björtustu vonum. Alls söfnuðust 600.000 kr. sem munu skiptast í tvo hluta. Við erum afar þakklát öllum þeim sem tóku þátt í deginum með einum eða öðrum hætti. Það er einróma skoðun allra að þessi dagur er kominn til að vera,“ segir á facebook síðu skólans.

Barnaheill þakka nemendum og starfsfólki Víkurskóla kærlega fyrir að styrkinn.