Nemendur Hagaskóla styrkja Barnaheill um 1,1 milljón

Þann 9. apríl síðastliðinn stóðu nemendur Hagaskóla fyrir góðgerðardegi sem þau nefna Gott mál – unglingar fyrir unglinga. Í dag afhentu þeir Barnaheillum – Save the Chidlren á Íslandi og SOS Barnaþorpum rúmlega 2.2 milljónir króna, sem er afrakstur söfnunarinnar í ár. Barnaheill hlutu 1.109.000 króna sem renna til barna í flóttamannabúðum í Sýrlandi.

Þann 9. apríl síðastliðinn stóðu nemendur Hagaskóla fyrir góðgerðardegi sem þau nefna Gott mál – unglingar fyrir unglinga. Í dag afhentu þeir Barnaheillum – Save the Chidlren á Íslandi og SOS Barnaþorpum alls 2.2 milljónir króna, sem er afrakstur söfnunarinnar í ár. Barnaheill hlutu 1.109.000 króna sem renna til barna í flóttamannabúðum í Sýrlandi.

Þetta er fimmta árið í röð sem góðgerðardagurinn er haldinn, en þá er opið hús í skólanum þar sem allir bekkir standa fyrir einhvers konar fjáröflun. Meðal þess sem í boði var í ár var draugahús, andlitsmálning, happdrætti, veitingastaðir, þrautir, uppistand og tónlist.  Þá sýndu nemendur ýmis skemmtiatriði á sviði og göngum skólans.

Í ár ákváðu nemendur að styrkja tvö erlend málefni. Á heimasíðu skólans segir að unglingarnir hafi mikla samúð með börnum sem búa við stríðsástand og í flóttamannabúðum og mikilvægt sé að styðja við menntun. Barnaheill urðu fyrir valinu vegna verkefna samtakanna í flóttamannabúðum í Sýrlandi og SOS Barnaþorp vegna skólabyggingar í Malaví.

Mynd 1: Nemendurnir Sandra, Anna Karen og Hjalti afhentu Sunnu Stefánsdóttur hjá SOS Barnaþorpum og Ernu Reynisdóttur hjá Barnaheillum styrkinn.

Mynd 2: Sunna Stefánsdóttir hjá SOS Barnaþorpum, Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.