Nepal eftir jarðskjálftana

Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children í Nepal hefur unnið hörðum höndum að neyðaraðstoð frá því að stóru jarðskjálftarnir urðu þar í apríl og maí. Nú í byrjun júní liggur á að koma fjölskyldum í öruggt skjól, því stutt er í að rigningatímabilið hefjist. Samtökin hafa dreift meira en 44 tonnum af hjálpargögnum til nauðstaddra en talið er að hundruðir þúsunda gætu enn verið heimilislausar þegar rigningartíminn hefst.

NepalStarfsfólk Barnaheilla – Save the Children í Nepal hefur unnið hörðum höndum að neyðaraðstoð frá því að stóru jarðskjálftarnir urðu þar í apríl og maí. Nú í byrjun júní liggur á að koma fjölskyldum í öruggt skjól, því stutt er í að rigningatímabilið hefjist. Samtökin hafa dreift meira en 44 tonnum af hjálpargögnum til nauðstaddra en talið er að hundruðir þúsunda gætu enn verið heimilislausar þegar rigningartíminn hefst. Þá er einnig hætta á aurskriðum og flóðum. Það gæti skapað aðra mannúðarkrísu, að sögn Delilah Borja, yfirmanns landsskrifstofu Barnaheilla – Save the Children í Nepal. 

Meira en átta þúsund manns létust í jarðskjálftunum, rúmlega 20 þúsund slösuðust og daglegt líf milljóna barna er úr skorðum. 

Save the Children hafa unnið í Nepal frá árinu 1976 og starfrækja margs konar verkefni á 63 svæðum í landinu. Víðtækt hjálparstarf hefur átt sér stað eftir skjálftana, hvað mest á Sinhupalchowk svæðinu austur af Katmandú sem varð hvað verst úti í skjálftunum. Meira en 18 þúsund segldúkum hefur verið dreift, 11 þúsund hreinlætispökkum og tæplega fjögur þúsund ungbarna- og fæðingapökkum. Þá hefur töflum til að hreinsa vatn verið dreift víða. 

Það gæti tekið mörg ár fyrir sum börnin að komast yfir afleiðingarnar af áfallinu sem þau urðu fyrir. „Þau kljást við mikinn ótta og óöryggi og harðir eftirskjálftar hafa enn aukið á ótta þeirra. Við höfum miklar áhyggjur af sálrænni líðan þeirra,“ segir Delilah. 

Nepal mæðgurFjölskyldur kjósa frekar að sofa úti, í tjöldum eða bráðabirgðaskjóli, en heima hjá sér þar sem heimili þeirra hafa orðið fyrir skemmdum eða þær eru hræddar við fleiri jarðskjálfta. Næstum 750 þúsund heimili skemmdust eða eyðilögðust í skjálftunum, en sá fjöldi hefur áhrif á 3,7 milljónir manna, þar af 1,5 milljónir barna. „Tjöld og segldúkar eru út um allt, meira að segja golfvöllurinn í Katmandú er orðinn að tjaldborg,“segir Delilah. 

Áhersla hefur verið lögð á að dreifa seglum og öðru efni svo fólk geti útbúið sér skjól auk þess að gefa þeim verst stöddu mat og vatn. Til þess hafa verið notaðar þyrlur og asnar og þannig hefur samtökunum tekist að ná til meira en 105 þúsund manns, þar af 63 þúsund barna.&nb