Neyðarkall frá Sýrlandi

Átökin í Sýrlandi hafa umbreyst í borgarastríð sem hefur geysað í tvö ár og komið milljónum sýrlenskra barna í bráða hættu.

Átökin í Sýrlandi hafa umbreyst í borgarastríð sem hefur geysað í tvö ár og komið milljónum sýrlenskra barna í bráða hættu. Meira en 940.000 manns hafa flúið Sýrland sem flóttamenn samkvæmt nýjustu tölum Sameinuðu þjóðanna. Innan landamæranna þurfa fjórar milljónir neyðaraðstoð, þar af hafa 2,5 milljónir flúið heimili sín. Börn eru að minnsta kosti 52% þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þau eru varnarlaus og hrædd – það er neyðarástand hjá sýrlenskum börnum.

53132scr_2edf2f973e8d13e(2)


Börn eiga á hættu sjúkdóma, dauða og misnotkun og eru vitni að hryllilegum atburðum.
Mannúðarstarf skiptir miklu máli og er nauðsynlegt til að hjálpa sýrlenskum börnum og fjölskyldum þeirra að komast af.


Frá því hjálparstarf Save the Children hófst á svæðinu fyrir tæpum tveimur árum, hafa samtökin hjálpað 250 þúsund manns. Save the Children halda áfram að veita neyðaraðstoð og stefna á að hafa náð til 787 þúsund manns fyrir árslok.að hryllilegum atburðum. Mannúðarstarf skiptir miklu máli og er nauðsynlegt til að hjálpa sýrlenskum börnum og fjölskyldum þeirra að komast af.

Hér má sjá skýrsluna Childhood under fire sem unnin var úr viðtölum við flóttafólk og byggir einnig á nýgerðri rannsókn við Bahcesehir University í Istanbul í Tyrklandi.

 

SAGAN TIL ÞESSA

LÍFSREYNSLA BARNANNA ER ÓSÖGÐ HRYLLINGSSAGA

Í tvö ár hafa sýrlensk börn upplifað hryllilegar þjáningar. Bágar aðstæður þeirra eru raunveruleg óhæfuverk sem stríðið hefur leitt af sér. Lífsbarátta barnanna verður örvæntingarfyllri eftir því sem átökin dragast á langinn. Fjöldi barna hefur verið þvingaður til að yfirgefa heimili sín, þau strita við að finna sér fæðu og fá ekki lyf ef þau verða veik eða slasast. Eina örugga skjólið sem mörg þeirra finna er í almenningsgörðum, í hlöðum eða hellum.

Flestir þeirra sem hafa flúið til nágrannalandanna búa í bráðabirgðaskýlum, óhentugum byggingum eða í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem farið er að