Niðurstöður ráðstefnu Barnaheilla, sem haldin var þann 11. október


.
Ráðstefna Barnaheilla: Ný tækni - Sama sagan, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, var haldin í Norræna húsinu þann 11. október sl. Nærri 100 manns sóttu ráðstefnuna. Flestir voru þátttakendur frá leik- og grunnskólum og félagsþjónustum sveitarfélaga, en einnig frá lögregluembættum, frjálsum félagasamtökum og fleiri opinberum aðilum. Fjallað var um þátt nýrrar tækni í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, hvernig brotamenn nota netið, brotaferlið sjálft, tengsl milli barnsins og brotamannsins, hvaða börn séu mest berskjölduð fyrir ofbeldinu, af hverju börn segi ekki frá og hvaða leiðir séu færar til að finna börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og myndir af þeim birtar á netinu. Sagt var frá starfsemi Barnahúss og líðan barna þar. Jafnframt var rætt um rannsókn þessara mála bæði innanlands og erlendis og alþjóðlegt samstarf og stefnumótun lögreglunnar í málaflokknum og sagt frá framförum sem orðið hafa í Noregi í þessum málum á síðastliðnum árum.
Fyrirlesarar voru bæði innlendir og erlendir og allir með mikla þekkingu á málefninu . Hægt að lesa nánar um fyrirlesara og erindi þeirra með því að smella hér.

Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla kynnti niðurstöður úr könnun Barnaheilla um kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á háskólastigi á Íslandi. Helstu niðurstöður eru þær að vöntun er á heildstæðri stefnu í málaflokknum í íslenskum háskólum. Kennsla á þessu sviði virðist að mestu vera háð áhuga þeirra kennara sem þar starfa. Nánar er hægt að lesa um niðurstöður könnunarinnar með því að smella hér.
Í tengslum við umræðu um mansal ræddi Petrína um skráningu erlendra barna sem eru á Íslandi og velti upp þeirri spurningu hvort möguleiki sé, að börn séu hér án vitundar yfirvalda og utan kerfis. Samkvæmt upplýsingum sem Barnaheill öfluðu hjá Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneyti um skráningu erlendra barna er fyllilega raunhæft að börn geti staðið hér "utan við kerfið" um talsvert langan tíma. Það er líka fyllilega raunhæft að börn geti verið skilin hér eftir af foreldrum eða forráðamönnum. Í erindinu kom fram að Barnaheill telja afar mikilvægt að Útlendingastofnun, ráðuneyti, lögregla og félagsmála- og barnaverndaryfirvöld móti skýra stefnu um eftirlit með börnum sem hingað koma og að eftirlitið verði virkt. Undir engum kringumstæðum megum við sofa á verðinum og telja eða vona að allt sé í góðu lagi hér.
Eftir hvert eindi á rá&e

.Ráðstefna Barnaheilla: Ný tækni - Sama sagan, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, var haldin í Norræna húsinu þann 11. október sl. Nærri 100 manns sóttu ráðstefnuna. Flestir voru þátttakendur frá leik- og grunnskólum og félagsþjónustum sveitarfélaga, en einnig frá lögregluembættum, frjálsum félagasamtökum og fleiri opinberum aðilum. Fjallað var um þátt nýrrar tækni í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, hvernig brotamenn nota netið, brotaferlið sjálft, tengsl milli barnsins og brotamannsins, hvaða börn séu mest berskjölduð fyrir ofbeldinu, af hverju börn segi ekki frá og hvaða leiðir séu færar til að finna börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og myndir af þeim birtar á netinu. Sagt var frá starfsemi Barnahúss og líðan barna þar. Jafnframt var rætt um rannsókn þessara mála bæði innanlands og erlendis og alþjóðlegt samstarf og stefnumótun lögreglunnar í málaflokknum og sagt frá framförum sem orðið hafa í Noregi í þessum málum á síðastliðnum árum. 
Fyrirlesarar voru bæði innlendir og erlendir og allir með mikla þekkingu á málefninu . 

Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla kynnti niðurstöður úr könnun Barnaheilla um kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á háskólastigi á Íslandi. Helstu niðurstöður eru þær að vöntun er á heildstæðri stefnu í málaflokknum í íslenskum háskólum. Kennsla á þessu sviði virðist að mestu vera háð áhuga þeirra kennara sem þar starfa. 

Í tengslum við umræðu um mansal ræddi Petrína um skráningu erlendra barna sem eru á Íslandi og velti upp þeirri spurningu hvort möguleiki sé, að börn séu hér án vitundar yfirvalda og utan kerfis. Samkvæmt upplýsingum sem Barnaheill öfluðu hjá Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneyti um skráningu erlendra barna er fyllilega raunhæft að börn geti staðið hér "utan við kerfið" um talsvert langan tíma. Það er líka fyllilega raunhæft að börn geti verið skilin hér eftir af foreldrum eða forráðamönnum. Í erindinu kom fram að Barnaheill telja afar mikilvægt að Útlendingastofnun, ráðuneyti, lögregla og félagsmála- og barnaverndaryfirvöld móti skýra stefnu um eftirlit með börnum sem hingað koma og að eftirlitið verði virkt. Undir engum kringumstæðum megum við sofa á verðinum og telja eða vona að allt sé í góðu lagi hér. 


Eftir hvert eindi á ráðstefnunni gafst tóm til umræðna og einnig voru pallborðsumræður í lok ráðstefnunnar. Það sem helst vakti athygli þátttakenda á ráðstefnunni, samkvæmt umræðum og samkvæmt mati þeirra á ráðstefnunni, voru niðurstöður úttektar Barnaheilla um kenns