Norræn barnaverndarráðstefna í Reykjavík 28.-31. ágúst:

Fjölmörg áhugaverð erindi um barnaverndarmálefni

Norræn barnaverndarráðstefna verður haldin dagana 28.-31. ágúst 2003 á Nordica hótelinu. Ráðstefnugestir eru 560 manns frá öllum Norðurlöndunum og komust færri að en vildu. Norrænar barnaverndarráðstefnur eru haldnar á þriggja ára fresti. Í undirbúningshópnum eiga sæti fulltrúar þeirra aðila sem standa að ráðstefnunni í hverju landi. Hér á landi eru það fulltrúar frá
Barnaheillum og Barnaverndarstofu. Jafnframt hefur íslenskundirbúningsnefnd verið að störfum frá því sumarið 2001.

Fjölmörg áhugaverð erindi um barnaverndarmálefni

Norræn barnaverndarráðstefna verður haldin dagana 28.-31. ágúst 2003 á Nordica hótelinu. Ráðstefnugestir eru 560 manns frá öllum Norðurlöndunum og komust færri að en vildu. Norrænar barnaverndarráðstefnur eru haldnar á þriggja ára fresti. Í undirbúningshópnum eiga sæti fulltrúar þeirra aðila sem standa að ráðstefnunni í hverju landi. Hér á landi eru það fulltrúar frá
Barnaheillum og Barnaverndarstofu. Jafnframt hefur íslenskundirbúningsnefnd verið að störfum frá því sumarið 2001.

Ráðstefnan fer bæði fram á skandinavísku og ensku en jafnframt er boðið upp á túlkaþjónustu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setur ráðstefnuna kl. 13 fimmtudaginn 28. ágúst og í kjölfarið flytja þrír aðalfyrirlesarar hennar erindi, þau dr. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur, prófessor Nigel Parton og Turid Vogt Grinde. Fjöldi annarra fyrirlestra verða á ráðstefnunni bæði í aðalfyrirlestrarsalnum á Nordica hótelinu og í smærri sölum hótelsins. Meðal annars verða kynntar nýjar íslenskar rannsóknir um barnavernd.
Sjá nánari upplýsingar og dagskrá á vef Barnaverndarstofu, http://www.bvs.is