Veggspjald um slysavarnir aftur fáanlegt

Nú er veggspjald Barnaheilla um slysavarnir aftur fáanlegt, með stuðningi frá VÍS. Um árabil hafa Barnaheill boðið heilsugæslustöðvum veggspjald um slysavarnir barna til að afhenda foreldrum í ung- og smábarnavernd. Veggspjaldið nefnist Örugg börn og er tilvalið að hengja upp á áberandi stað á heimilinu. Það sýnir hvernig hægt er að búa heimili og umhverfi barna á sem öruggastan hátt og reyna þannig að koma í veg fyrir að börn slasist, því slys eru yfirleitt engin tilviljun. Einnig er hægt að nota veggspjaldið  til þess að mæla hvað börnin eru stór. Veggspjaldið er hægt að nálgast á Heilsugæslustöðvum en einnig geta foreldrar nálgast það í húsakynnum Barnaheilla, að Fákafeni 9.

Örugg börn

 

Veggspjaldið gerði Karl Jóhann Jónsson listmálari sem sjá má hér til hliðar.  Á bakhlið þess er texti sem minnir foreldra á að hverju þarf að huga til að gera umhverfi barna eins öruggt og mögulegt er.

 

PANTA