Ný stjórn Barnaheilla

Ný stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var kjörin einróma á aðalfundi samtakanna þann 11. maí síðastliðinn. Ein breyting var á stjórn frá árinu áður en Unnsteinn Manuel Stefánsson tók sæti í stjórninni sem varamaður og úr stjórn gekk Guðmundur Steingrímsson. Þakka Barnaheill honum kærlega fyrir vel unnin störf. 

Á fundinum var farið yfir ársskýrslu og ársreikning vegna ársins 2019 og starfsáætlun 2020 kynnt. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum samtakanna. Samþykkt var að félagsgjöld héldust óbreytt. Ársskýrsla og ársreikningar Barnaheilla eru nú aðgengileg á vef samtakanna, www.barnaheill.is.

 

Stjórn Barnaheilla árið 2020 er þannig skipuð:

Formaður
Harpa Rut Hilmarsdóttir

Varaformaður
Elísa R. Ingólfsdóttir

Stjórnarmenn
Brynja Dan Gunnarsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Gná Guðjónsdóttir
Guðlaugur Kristmundsson
Páll Valur Björnsson

Varamenn
Annie Haugen
Birkir Már Árnason
Unnsteinn Manuel Stefánsson