NÝ TÆKNI - SAMA SAGAN

Ráðstefna Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður haldin í Norræna húsinu þann 11. október kl. 9- 17.

Meirihluti íslenskra barna notar Netið daglega til fróðleiks og skemmtunar. En hversu berskjölduð eru börn fyrir áreiti og ofbeldi á Netinu? Og hver er þáttur nýrrar tækni í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvar stendur íslenskt samfélag í þessum málum í alþjóðlegu samhengi, hver er ábyrgð okkar og hvaða stefnu eigum við að taka til að vernda börn okkar?

Á ráðstefnunni verða þessi mál rædd og skoðuð út frá mörgum hliðum og þar gefst tækifæri til að taka þátt í stefnumótandi umræðum um málefni sem hafa verið töluvert í umræðunni undanfarna mánuði.. Fyrirlesarar verða innlendir og erlendir og hafa þeir allir mikla sérþekkingu á þessu sviði.Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem vinna að og áhuga hafa á málefnum barna. Sjá nánar um skráningu, um fyrirlesarana og dagskrá ráðstefnunnar hér.

Styrktaraðilar:
Evrópusambandið, Félagsmálaráðuneytið. Reykjavíkurborg, Microsoft Íslandi, Icelandair, Hilton Reykjavík Nordica, Athygli, Norræna húsið, Gestamóttakan og Blómaval.

Ráðstefna Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður haldin í Norræna húsinu þann 11. október kl. 9- 17. 

Meirihluti íslenskra barna notar Netið daglega til fróðleiks og skemmtunar. En hversu berskjölduð eru börn fyrir áreiti og ofbeldi á Netinu? Og hver er þáttur nýrrar tækni í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvar stendur íslenskt samfélag í þessum málum í alþjóðlegu samhengi, hver er ábyrgð okkar og hvaða stefnu eigum við að taka til að vernda börn okkar?

Á ráðstefnunni verða þessi mál rædd og skoðuð út frá mörgum hliðum og þar gefst tækifæri til að taka þátt í stefnumótandi umræðum um málefni sem hafa verið töluvert í umræðunni undanfarna mánuði.. Fyrirlesarar verða innlendir og erlendir og hafa þeir allir mikla sérþekkingu á þessu sviði.Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem vinna að og áhuga hafa á málefnum barna. Sjá nánar um skráningu, um fyrirlesarana og dagskrá ráðstefnunnar hér.

Styrktaraðilar: 
Evrópusambandið, Félagsmálaráðuneytið. Reykjavíkurborg, Microsoft Íslandi, Icelandair, Hilton Reykjavík Nordica, Athygli, Norræna húsið, Gestamóttakan og Blómaval.