Endurbætt útgáfa grunnskólaefnis Vináttu er komin út

Það er með mikilli gleði sem við tilkynnum að VináttaFri for mobberi námsefni fyrir 1.-4. bekk grunnskóla er nú komið út í endurbættri mynd og stendur öllum grunnskólum landsins til boða. Efni fyrir grunnskóla hefur verið í tilraunakennslu í 20 grunnskólum til þessa.

Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti og kom fyrst út árið 2014 og þá fyrir börn frá 3-6 ára í leikskólum. Ungbarnaefni kom út árið 2019. Nú er efnið í notkun í meira en 60% leikskóla á Íslandi. Mikil ánægja er með efnið og árangur af notkun þess. Barnaheill bjóða nú upp á forvarnaefni gegn einelti fyrir börn frá 0-9 ára.

Grunnskólar sem vilja taka þátt í Vináttu og fá námsefnið til notkunar þurfa að senda að minnsta kosti tvo kennara á eins dags námskeið hjá Barnaheillum. Á námskeiðinu er fjallað um þær rannsóknir og hugmyndafræði sem Vinátta byggir á, innleiðingu í skólastarf og fá þátttakendur jafnframt þjálfun í notkun efnisins.

Fullbókað er á fyrsta námskeið vináttu fyrir 1.-.4 bekk grunnskóla þann 13. ágúst en opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið þann 18. ágúst. 

Skráning á námskeið þann 18. ágúst fer fram hér 

Námsefni  fyrir 1.-4. bekk grunnskóla pakkað í bláar töskur, tilbúið til notkunar.