Ný og endurbætt ábendingalína tekin í notkun

HNAPPURBarnaheill- Save the Children á Íslandi, í samstarfi við SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og embætti ríkislögreglustjóra, hafa tekið í notkun nýjan ábendingahnapp um ólöglegt og óviðeigandi efni tengt börnum á Netinu. Með því að smella á hnappinn, getur almenningur tilkynnt um slíkt efni. Nær 4000 ábendingar um efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi hafa borist frá því að Barnaheill – Save the Children á Íslandi opnuðu ábendingalínu árið 2001.

HNAPPURBarnaheill- Save the Children á Íslandi, í samstarfi við SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og embætti ríkislögreglustjóra, hafa tekið í notkun nýjan ábendingahnapp um ólöglegt og óviðeigandi efni tengt börnum á Netinu. Með því að smella á hnappinn, getur almenningur tilkynnt um slíkt efni. Nær 4000 ábendingar um efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi hafa borist frá því að Barnaheill – Save the Children á Íslandi opnuðu ábendingalínu árið 2001.

Efni er ólöglegt þegar börn eru sýnd á kynferðislegan hátt, beitt kynferðislegu ofbeldi, um mansal á börnum er að ræða eða einelti á Neti, þegar klámefni er aðgengilegt börnum, efni þar sem fullorðnir misnota börn á kynferðislegan hátt á ferðum sínum erlendis eða annað ofbeldisefni á Netinu. Allar ábendingar um ólöglegt efni fara til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem þær eru rannsakaðar og gripið til viðeigandi aðgerða. Þá fara ábendingar um óviðeigandi efni, s.s. meiðyrði, hótanir eða haturstal um ákveðna hópa, til netþjónustuaðila til skoðunar. Þeir sem vilja fá hnappinn til að setja á sínar vefsíður, geta snúið sér til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Ábendingalínan er styrkt af Safer Internet áætlun Evrópusambandsins. Eitt af megin hlutverkum slíkra lína er að auðvelda almenningi að koma ábendingum um ólöglegt athæfi og efni á Netinu til yfirvalda og þeirra sem bera ábyrgð á vefnum þar sem efnið er hýst. Sérstök áhersla er á öryggi barna á Netinu.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli – landssamtök foreldra og embætti landlæknis (áður Lýðheilsustöð) hafa einnig skrifað undir samning við innanríkis- og menntamálaráðuneyti um stuðning við rekstur SAFT verkefnisins á Íslandi til ársloka 2012, en það er hluti af Netöryggisáætlun Evrópusambandsins. SAFT – Netöryggismiðstöð á Íslandi sinnir fræðslu um netöryggi og hefur gefið út margvíslegt efni fyrir börn, foreldra og skóla í þeim tilgangi. Kannanir sýna fram á góðan árangur SAFT verkefnisins á Íslandi sem og aukna vitundarvakningu um Netið.

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum eiga börn rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi og gegn því að vera neydd til vændis eða þátttöku í kynlífsiðnaði. Börn eiga enn fremur rétt á að vera vernduð fyrir efni sem getur skaðað velferð þeirra. Öll myndbirting af börnum, þar sem &th