Nýir talsmenn barna á Alþingi

Þingmenn úr öllum flokkum gerðust í dag talsmenn barna á Alþingi og munu hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi við störf sín. Fulltrúar ungmennaráða ávörpuðu þingmenn við þetta tækifæri.

Talsmenn barna 2017Þingmenn úr öllum flokkum gerðust í dag talsmenn barna á Alþingi og munu hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi við störf sín. Fulltrúar ungmennaráða ávörpuðu þingmenn við þetta tækifæri.

Þverpólitískur hópur þingmanna undirritaði í dag yfirlýsingu um að gerast talsmenn barna á Alþingi. Hópinn skipa þingmenn úr öllum flokkum sem hafa setið námskeið um Barnasáttmálann og hvernig hann má nota sem hagnýtt verkfæri við ákvarðanatöku og stefnumótun. Það voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, umboðsmanns barna og UNICEF á Íslandi sem sáu um fræðsluna.

Talsmenn barna eru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna; Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata; Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins; Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins; Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar; Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.

Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi eiga hugmyndina að talsmönnum barna og fylgja þeim eftir. Þingflokkarnir útnefna fulltrúa sína, bæði aðalmenn og varamenn en talsmenn eru úr öllum flokkum sem sitja á þingi.

Verkefninu var fyrst komið á fót árið 2014 og hefur gefið góða raun.

Hlutverk talsmanna barna á Alþingi

Hlutverk talsmanna barna er að hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum. Eins koma þeir til með að leitast við að tryggja að börn og talsmenn þeirra fái tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingmenn áður en teknar eru ákvarðanir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Talsmenn barna leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið, bera réttindi og hagsmuni barna fyrir brjósti og meta og vekja athygli á áhrifum þeirra ákvarðana sem teknar eru á þinginu á börn dagsins í dag sem og börn framtíðarinnar.

„Við sem að talsmönnum barna á Alþingi standa erum þakklát fyrir það að þverpólítískur vilji viðhaldi verkefninu. Fyrirkomulagið í kringum talsmennina er hugsað til þess að hafa opnar samskiptaleiðir við alla flokka á þingi og reyna eftir fremsta megni að veita fræðslu um réttindi barna og efla réttindavitund. Þetta teljum við mjög mikilvæga leið til að auka vægi réttinda barna á Alþingi Íslendinga,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umbo&et