Nýr framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna

Inger Ashing, framkvæmdastjóri Save the Children International.
Inger Ashing, framkvæmdastjóri Save the Children International.

Stjórn Save the Children International tilkynnti í júlí síðastliðnum að Inger Ashing hefði verið ráðin framkvæmdastjóri samtakanna eftir að Helle Thorning-Schmidt lét af störfum í júní. Inger er sænsk og hefur 25 ára reynslu af störfum innan samtakanna. Hún var aðeins 18 ára þegar hún gekk til liðs við Barnaheill í Svíþjóð sem sjálfboðaliði. Inger hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Barnaheill. Hún hefur barist fyrir réttindum barna um langa hríð og gegndi stöðu framkvæmdastjóra nefndar stjórnvalda sem vinnur gegn mismunum í Svíþjóð þegar hún tók við nýja starfinu.