Öflugt hjálparstarf í Líberíu

Save the Children samtökin á Bretlandi hafa á ný hafið hjálparstarf í Líberíu af fullum krafti en alþjóðlegir starfsmenn hjálparsamtaka urðu að yfirgefa höfuðborgina Monróvíu í byrjun júní sl. þegar umsátrið um hana hófst.

Save the Children samtökin á Bretlandi hafa á ný hafið hjálparstarf í Líberíu af fullum krafti en alþjóðlegir starfsmenn hjálparsamtaka urðu að yfirgefa höfuðborgina Monróvíu í byrjun júní sl. þegar umsátrið um hana hófst.

Enda þótt Taylor, fyrrum forseti, sé nú farinn í útlegð er ástandið í landinu enn mjög óstöðugt og þar ríkir mikil neyð vegna skorts á matvælum. Save the Children samtökin í Bretlandi hafa síðustu daga og vikur sent mikið magn af mat, lyfjum og öðrum hjálpargögnum til Líberíu og komið heimamönnum til hjálpar á ýmsan hátt. Unnið er ötullega að því að koma lífi íbúanna aftur í sem eðlilegast horf og öll áhersla lögð á að sameina sundraðar fjölskyldur, eftir óöldina sem ríkt hefur í landinu. Fréttir af hjálparstarfi Save the Children samtakanna á Bretlandi í Líberíu er að finna á vefnum,
http://www.savethechildren.org/