Öll börn eiga að vera látin laus tafarlaust

Barnaheill – Save the Children fagna því að vopnahléi hefur verið komið á milli Palestínu og Ísraels og unnið sé að því að frelsa gísla. Nokkrum ísraelskum og palestínskum börnum hefur verið sleppt úr haldi en Barnaheill krefjast þó að öll börn verða látin laus tafarlaust. Einnig krefjast samtökin þess að gripið verði til aðgerða til að vernda börn. Þúsundir barna hafa verið drepin í átökunum og enn fleiri eru illa slösuð.

Síðustu ár hafa 500-700 palestínsk börn verið tekin til fanga árlega af Ísraelsher. Palestínsk börn eru einu börnin í heiminum sem eru kerfisbundið lögsótt fyrir herdómstólum, en talið er að um 10.000 palestínsk börn hafa verið í haldi í Ísrael undanfarin 20 ár. Að neita börnum um aðgang að lögfræðiaðstoð og að hitta fjölskyldu sína eru aðferðir sem yfirvöld í Ísrael hafa beitt og er brot á mannréttindum barna.

Í skýrslu alþjóðasamtaka Baraheilla - Save the Children, sem kom út fyrr á þessu ári, kemur fram að meirihluti palestínskra barna í haldi í Ísrael hafa orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. 86% barnanna verið barin, 70% barnanna hótað ofbeldi og 60% þeirra haldið í einangrun. Einnig svaraði fjöldi barna að þau hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og 69% þeirra sögðust hafa þurft að afklæðast öllum fötum við yfirheyrslu.

Barnaheill - Save the Children fara fram á að Ísraelsher hætti tafarlaust að handtaka palestínsk börn og lögsækja þau.

Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children hafa starfað með palenstínskum börnum síðan árið 1953. Starfsfólk er á vettvangi og vinna allan sólahringinn að því aðstoða börn og fjölskyldur þeirra. Þú getur stutt starf Barnaheilla – Save the Children á Gaza með því að gefa Heillagjöf um jólin. Börn á Gaza njóta góðs af öllum Heillagjöfum.