Ömurleg tilfinning að sjá barnið beitt ofbeldi

„Þegar Selma segir frá öllum þeim mörgu tegundum af einelti sem hún hefur orðið fyrir á fyrirlestrunum okkar, sýpur fólk stundum kveljur. Að vera slegin í hnakkann með spýtu af því hún átti það skilið, hún var svo ljót. Þegar nestisboxið hennar var opnað og möl hent yfir nestið. Að vera lamin. Að vera kölluð fötluð. Ég gæti haldið áfram. En allra versta eineltið var þegar vinkonur hennar brugðust henni og stungu hana í bakið. Það var erfiðast.“ 

Hermann„Þegar Selma segir frá öllum þeim mörgu tegundum af einelti sem hún hefur orðið fyrir á fyrirlestrunum okkar, sýpur fólk stundum kveljur. Að vera slegin í hnakkann með spýtu af því hún átti það skilið, hún var svo ljót. Þegar nestisboxið hennar var opnað og möl hent yfir nestið. Að vera lamin. Að vera kölluð fötluð. Ég gæti haldið áfram. En allra versta eineltið var þegar vinkonur hennar brugðust henni og stungu hana í bakið. Það var erfiðast.“ 

Selma Björk var í móðurkviði þegar Hermann Jónsson fékk vitneskjuna um að dóttir hans væri með skarð í vör. Hann áttaði sig strax á því að hún myndi eiga á hættu að vera lögð í einelti og hóf að afla sér upplýsinga og undirbúa sig undir verkefnið. 

Upplýsingar um börn með skarð voru hins vegar bæði af skornum skammti og illa aðgengilegar. Það var ekki fyrr en litla fjölskyldan flutti til Danmerkur, þegar Selma var níu mánaða, að hjúkrunarfræðingur kom í heimsókn með möppu þar sem í var að finna alls kyns upplýsingar um börn með skarð. 

„Þetta voru ekki bara upplýsingar um skarðið, heldur einnig um félagslega þáttinn. Hvar þyrfti að styrkja barnið og hvað þyrfti að passa uppá. Þessar upplýsingar hefði maður þurft að fá svo miklu fyrr. Fyrst varð maður auðvitað lafhræddur við tilhugsunina um einelti, en svo áttaði maður sig á því að maður þyrfti virkilega að byrja að vinna í málunum. Vera viðbúinn, hvort sem einelti yrði að veruleika eða ekki.“ 

Hermann lagði strax áherslu á að það þyrfti að byggja upp sterkan einstakling. Einstakling sem kynni að takast á við einelti, gæti unnið úr því og nýtt sér það til góðs svo hann myndi þroskast og dafna sem manneskja. Fjölskyldan dvaldi 10 ár í Danmörku og það leið ekki á löngu þar til fór að bera á einelti í leikskóla. 

„Ég varð fyrst var við óhamingju þegar Selma kom heim úr leikskólanum og sagði frá því sem krakkarnir voru að segja við hana. Þó svo að orðið einelti hafi ekki komið upp í hugann strax, fór maður fljótlega að skynja að það var ákveðið mynstur í gangi. Hún var skilin út undan. Hún var öðruvísi og fékk að heyra það. Ég hafði aflað mér það mikillar vitneskju um einelti að ég gerði mér grein fyrir því að þetta gæti verið byrjunin. Leikskólinn brást ekki nógu vel við. Viðbrögðin voru þau að þetta væru bara krakkar og þau væru að læra og þroskast. Þetta v