Opnun á Heyrumst.is í Austurbæjarskóla

opnun_vefjar3.jpgNý vefsíða á vegum Barnaheilla, Heyrumst.is var opnuð í Austubæjarskóla þann 30. október sl. Það var Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, sem opnaði síðuna. Nemendur úr Austurbæjarskóla sýndu verkefni sem þau höfðu unnið upp úr greinum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um tjáningarfrelisi og réttinn til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif. 

Ný vefsíða á vegum Barnaheilla, Heyrumst.is var opnuð í Austubæjarskóla þann 30. október sl. Það var Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, sem opnaði síðuna. Nemendur úr Austurbæjarskóla sýndu verkefni sem þau höfðu unnið upp úr greinum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um tjáningarfrelisi og réttinn til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif. 

Helgi Ágústsson, formaður Barnaheilla var með ávarp og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, skýrði út markmið Barnaheilla með Heyrumst. is, en vefurinn er afmælisgjöf til ungmenna Íslands í tilefni 20 ára starfsafmælis samtakanna. Heyrumst.is gerir börnum og unglingum kleift að koma skoðunum sínum á framfæri, og þar geta þau einnig sótt stuðning og upplýsingar á þeirra forsendum. 

helgi2.jpgflagsmlar4.jpggestir_sal.jpgpetrna3.jpgra_nemanda1.jpg