Opnun á sýningu á listaverkum í verslun Sævars Karls

Þorgerður katrín GunnarsdóttirÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði formlega Hátíð trjánna – list í þágu barna þann 4. nóvember sl.í verslun Sævars Karls sem er styktaraðili verkefnisins. Nemendur úr Snælandsskóla fluttu tónlistaratriði og Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla og Dögg Káradóttir, stjórnarmaður samtakanna, héldu ávörp í tilefni opnunarinnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði formlega Hátíð trjánna – list í þágu barna þann 4. nóvember sl.í verslun Sævars Karls sem er styktaraðili verkefnisins. Nemendur úr Snælandsskóla fluttu tónlistaratriði og Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla og Dögg Káradóttir, stjórnarmaður samtakanna, héldu ávörp í tilefni opnunarinnar.

Hægt er að sjá listaverkin í versluninni fram til 19. nóvember og þeir sem hafa áhuga á að bjóða í þau láti starfsfólk Sævars Karls vita. Hátíð trjánna - list í þágu barna, er samstarfsverkefni Barnaheilla og listamanna sem er nú haldið fjórða árið í röð. Sýningin státar af nýjum og glæsilegum listaverkum, bæði skúlptúrum og málverkum. Verkin verða boðin upp síðar í mánuðinum.

 

Hátíð trjánnaHátíð trjánnaHátíð trjánnaHátí	</div>
		<div class= Til baka