Örugg börn - nýtt veggspjald um slysavarnir

Um árabil hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi boðið heilsugæslustöðvum veggspjald um slysavarnir barna til að afhenda foreldrum í ung- og smábarnavernd.

Barnaheill - Plakat_500Um árabil hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi boðið heilsugæslustöðvum veggspjald um slysavarnir barna til að afhenda foreldrum í ung- og smábarnavernd.

Nú hefur veggspjaldið verið endurgert og unnið í samstarfi við forvarnardeild VÍS. Veggspjaldið nefnist Örugg börn og er tilvalið að hengja upp á áberandi stað á heimilinu. Það sýnir hvernig hægt er að búa heimili og umhverfi barna á sem öruggastan hátt og reyna þannig að koma í veg fyrir að börn slasist, því slys eru yfirleitt engin tilviljun.

Mælt er með því að veggspjaldið sé afhent foreldrum í 5 mánaða skoðun. Hægt er að senda pantanir á netfangið barnaheill@barnaheill.is eða hringja í síma 553 5900.

Karl Jóhann Jónsson listmálari gerði myndirnar á veggspjaldinu sem sjá má hér til hliðar. Á bakhlið þess er eftirfarandi texti:

 

Kæra fjölskylda

Fátt skiptir meira máli en velferð barna okkar. Slysavarnir eru þar mikilvægar, enda slys yfirleitt ekki tilviljun. Samkvæmt skráningu hjá Slysaskrá Íslands slasast árlega um 6000 börn undir 10 ára aldri og eru fallslys algengust.

Á veggspjaldi þessu eru tiltekin nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi öryggi barna í sínu nánasta umhverfi. Tilvalið er að hengja veggspjaldið upp á vegg, 50 cm frá gólfi, og nýta mælistikuna til að fylgjast með vexti barnsins.

Ekki er hægt að sýna öll öryggisatriði í umhverfi barna á veggspjaldi sem þessu, en örvarnar benda á það helsta á hverri mynd:

Garður

* Aðeins einn í einu á trampólíni.

* Festa trampólín tryggilega.

* Hafa öryggisnet á trampolíni og loka því við notkun.

* Hafa hlíf yfir gormum trampólíns.

* Fylgjast stöðugt með ungu barni í vatni, s.s. í heitum potti og sundi.

* Ósynd börn noti ávallt armkúta.

Stofa

* Nota öryggishlið efst og neðst við stiga.

* Nota snúrustytti á gardínubönd.

* Opnanlegt fag má ekki opnast meira en 9 cm.

* Hylja hvöss horn.

Hjól

* Nota hjálm og gæta þess að hann sé rétt stillltur og endingartími í lagi.

* Taka hjálm af höfði t.d. þegar á að leika og setja hann á öruggan stað.

* Hafa glitaugu á hjóli og ljós ef hjólað er í myrkri.

* Nota viðeigandi hlífar t.d. á hlaupahjóli og bretti.

* Bakka bíl í stæði ef þess er kostur, sér í lagi þar sem börn eru að leik.

Eldhús

* Geyma hreinsiefni, lyf og bætiefni þar sem börn ná ekki til.

* Nota öryggislæsingar á skápa og skúffur sem börn eiga ekki að komast í.

* Nota þar til ger&