Örvænting á Filippseyjum - neyðarsöfnun

„Ástandið á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum Haiyan, sem gekk yfir Filippseyjar á föstudag, er grafalvarlegt og örvænting er að grípa um sig meðal þeirra sem komust af. Aðeins þeir sterkustu munu komast af ef ekki tekst að koma hjálpargögnum sem fyrst til fólksins og nú er mikilvægast að opna flugvöllin í Tacloban að fullu þar sem margir vegir eru ófærir.“ Þetta segir Justin Forsyth, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Bretlandi.

Margir komu að heimilum sínum í rúst.Ástandið á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum Haiyan, sem gekk yfir Filippseyjar á föstudag, er grafalvarlegt og örvænting er að grípa um sig meðal þeirra sem komust af. Aðeins þeir sterkustu munu komast af ef ekki tekst að koma hjálpargögnum sem fyrst til fólksins og nú er mikilvægast að opna flugvöllin í Tacloban að fullu þar sem margir vegir eru ófærir.“ Þetta segir Justin Forsyth, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Bretlandi.

Starfsfólk samtakanna líkir eyðileggunni á Filippseyjum við ástandið í Indónesíu eftir jarðskjálftann sem orsakaði flóðbylgju árið 2004. Sums staðar eru allt að 80% bygginga eyðilaggðar. Tala látinna hækkar stöðugt og rúmlega 630 þúsund manns hafa flúið heimili sín, þar af eru 447 þúsund í neyðarskýlum.


Yfirvöld á Philippseyjum segja að tæplega 10 milljónir manna hafi orðið fyrir fellibylnum og Barnaheill - Save the Children áætla að af þeim séu 3,9 milljónir barna, þannig séu meira en tvær milljónir manna í mikilli þörf fyrir mat, húsaskjól, hreint vatn og aðrar nauðsynjar.


Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa hafið neyðarsöfnun vegna ástandsins.


„Börn eru ávallt viðkvæmust fyrir hamförum af þessu tagi,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Samkvæmt fyrstu áætlunum starfsmanna Save the Children á staðnum, er ljóst að börn eru í afar brýnni þörf fyrir lífsnauðsynjar og öruggt húsaskjól. Þau hafa misst heimili sín, verið kippt út úr venjubundnu lífi og skortir mat, hreint vatn og húsaskjól. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og velferð,“ segir Erna og bætir við að skólaganga þeirra sé nú einnig stöðvuð tímabundið þar sem þúsundir skóla hafi eyðilagst eða skemmst, eða gegni nú hlutverki neyðarskýla.


Lynette Lim, upplýsingafulltrúi Save the Children í Asíu, lýsti ástandinu eftir að verðrið skall á og versnaði smám saman. Hún flýði íbúð í húsaþyrpingu menntamálaráðuneytisins ásamt fimm öðrum starfsmönnum Save the Children, eftir að rúður brotnuðu undan veðrinu. Hópurinn fór hús úr húsi þar til þau fundu öruggara skjól. „Þetta var nógu taugastrekkjandi fyrir okkur, en ég hugsaði til barnanna sem voru ekki í eins sterkbyggðum húsum og við, þar sem þakplötur höfðu fokið af og þau fengu ekkert skjól fyrir rigningunni.“ Lynnette og samstarfsfólk hennar sendu tex