Óskir íslenskra barna í Smáralind

Á morgun, miðvikudaginn 17. desember kl 11:30 verður ljósmyndasýning Ástu Kristjánsdóttur Óskir íslenskra barna formlega opnuð í Smáralind. Nemendur í 10. bekk Smáraskóla verða viðstödd. Ljósmyndirnar byggja á reynslusögum íslenskra barna úr samtímanum sem upplifað hafa ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt. Myndirnar sýna óskir þessara barna um betra líf.

Harður gaurÁ morgun, miðvikudaginn 17. desember kl 11:30 verður ljósmyndasýning Ástu Kristjánsdóttur Óskir íslenskra barna formlega opnuð í Smáralind. Nemendur í 10. bekk Smáraskóla verða viðstödd. Ljósmyndirnar byggja á reynslusögum íslenskra barna úr samtímanum sem upplifað hafa ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt. Myndirnar sýna óskir þessara barna um betra líf.

Sýningin er gjöf Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til barna á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Í miðju sýningarinnar stendur óskatré þar sem börn geta skrifað óskir sínar á miða og sett í þar til gert fuglahús við hlið trésins. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og að skrifa ósk sína á miða. Nemendur Smáraskóla, sem verða á staðnum, munu skrá óskir sínar á miða og setja í fuglahúsið.

Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og rétt á að njóta umönnunar. Ef þú veist um barn sem býr við ofbeldi, vanrækslu eða verulegan skort á nauðsynjum skaltu tilkynna það til barnaverndar eða í neyðarlínuna í síma 112.

Hér má finna upplýsingar um birtingarmyndir ofbeldis.

Um höfundinn

Ásta Kristjánsdóttir á langan feril að baki og starfar í dag sem ljósmyndari í Reykjavík. Í myndum sínum leitast Ásta gjarnan við að senda skilaboð til áhorfandans sem endurspegla sýn hennar á samfélagið.

Börnin sem leika hlutverk á ljósmyndunum eru: Blær Hinriksson, Bóel Sigurlaug Arnarsdóttir, Dórotea María Jóhannsdóttir, Einar Arnar Sverrisson, Embla Móey Guðmarsdóttir, Isabella Lindudóttir, Ísak Hinriksson, Klara Rut Guðmundsdóttir og Ylfa Oddbjörg Arnarsdóttir

Búningar & leikmynd: Steinunn Hauksdóttir & Harpa Einarsdóttir

Förðun & hár : Sigrún Torfadóttir

Allir þeir sem taldir eru upp hér að ofan gáfu vinnu sína og eftirfarandi aðilar lögðu hönd á plóg til að verkefnið gæti orðið að veruleika: Pixel, Hagkaup, Steinunn Hauksdóttir, Þorbjörg Sveinsdóttir/Barnahús og Kristín Björnsdóttir.