Raddir okkar eru mikilvægar

Ég heiti Brynhildur Kristín og er að verða átján ára. Ég er því bráðum að verða fullorðinn einstaklingur og hef þá loksins eitthvað að segja í samfélaginu. Því þangað til að ég verð átján er ég barn. Og börn hafa nú ekki miklar skoðanir og vita ekkert svo mikið. Er það nokkuð? 

Ég heiti Brynhildur Kristín og er að verða átján ára. Ég er því bráðum að verða fullorðinn einstaklingur og hef þá loksins eitthvað að segja í samfélaginu. Því þangað til að ég verð átján er ég barn. Og börn hafa nú ekki miklar skoðanir og vita ekkert svo mikið. Er það nokkuð? 

Svona lítur samfélagið út fyrir flestum börnum í dag. Það er sjaldnast tekið mark á börnum og ungu fólki og þeim er sjaldan gefið svigrúm til að láta skoðanir sínar í ljós - og stundum ekki einu sinni til að mynda sér sínar eigin skoðanir; „Þú ert bara barn, þú veist ekkert um svona fullorðinsmál,“ er gjarnan sagt við börn. En hvernig eigum við að skilja öll þessi „fullorðinsmál“ þegar við verðum fullorðin, ef við fáum hvorki að læra um þau sem börn, né hafa skoðanir á þeim? Hvernig eigum við í framtíðinni að treysta okkur til að mynda okkur skoðanir á einhverju, ef skoðanir okkar hafa verið hunsaðar.

Þessu viljum við í ungmennaráðinu breyta. Við viljum skapa svigrúm fyrir ungt fólk til að mynda sér skoðanir, koma þeim á framfæri og hafa áhrif. Við viljum koma því inn hjá fullorðna fólkinu að raddir okkar skipta máli. Því börn eru sérfræðingar í að vera börn. 


Ungmennaráð hringurÍ ungmennaráði Barnaheilla hef ég loksins fengið almennilegt tækifæri til að hafa áhrif. En það er erfitt að hafa áhrif aleinn, og því eru ungmennaráð afar mikilvægur vettvangur fyrir þá sem vilja láta til sín taka. Ég hef þroskast töluvert og lært ótrúlega margt í starfi mínu í ungmennaráðinu og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.

Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir.

Greinin birtist í Blaði Barnaheilla 2015.

 

Ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13-25 ára sem vill stuðla að réttlæti í heiminum og vekja athygli á málefnum er varða réttindi og stöðu barna. Markmiðið er annars vegar að stuðla að bættum hag barna og hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu og hins vegar að virkja börn og unglinga til þátttöku í að móta samfélagið sem þau eru hluti af. Fulltrúar ungmennaráðsins sitja ráðstefnur og taka þátt í málþingum samtakanna, skrifa greinar í blöð og taka þátt í opinberri umræðu er varðar málefni barna, eins og þurfa þykir.