Ríkustu þjóðir heims bregðast börnum í stríðshrjáðum löndum

Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children birtu í dag þann 12. apríl skýrsluna "Öftust í röðinni - síðust í skóla"(e. Last in Line, Last in School). Þar kemur fram að ríkustu þjóðir heims veita frekar stuðning til menntunar í löndum þar sem ríkir stöðugleiki fremur en til menntunar barna í löndum þar sem átök ríkja eða hafa ríkt.

Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children birtu í dag þann 12. apríl skýrsluna "Öftust í röðinni - síðust í skóla"(e. Last in Line, Last in School). Þar kemur fram að ríkustu þjóðir heims veita frekar stuðning til menntunar í löndum þar sem ríkir stöðugleiki fremur en til menntunar barna í löndum þar sem átök ríkja eða hafa ríkt.

Í skýrslunni eru skoðuð framlög til menntunar frá 20 ríkustu þjóðum heims (Ísland er ekki á þessum lista) til stríðshrjáðra landa miðað við framlög þeirra til annarra fátækra landa. Í ljós kemur að aðeins lítið hlutfall þessara framlaga rennur til stríðshrjáðu landanna, þó svo að í þeim löndum búi um helmingur þeirra barna í heiminum sem eru án skólagöngu.

Þó að stríðshrjáð lönd þurfi hvað mest á fjármagni að halda til að gefa börnum í viðkomandi löndum kost á menntun, lenda þau aftast í röðinni og fá eingöngu um 18% af   heildarframlagi ríku þjóðanna til menntunar í fátækum löndum. Stríðshrjáð lönd eru þannig skilin eftir með litla von um að brjótast úr vítahring fátæktar og átaka.

 

Meðan umtalsverður árangur hefur náðst víða um heim undanfarin ár við að fækka börnum sem eru án skólagöngu, hefur sá árangur ekki náð til barna á stríðshrjáðum svæðum. Fjöldi barna í heiminum sem eiga ekki kost á menntun er nú 77 milljónir en um helmingur þeirra, eða 39 milljónir, búa í 28 stríðshrjáðum löndum.  

Í skýrslunni kemur m.a. fram að:

  • Af þeim 22 ríkjum sem hafa skuldbundið sig til að veita framlög til menntunarmála virðast 20 þeirra vera að bregðast börnum í stríðshrjáðum löndum.
  • Frakkland, Sviss, Spánn, Japan, Bandaríkin, Austuríki, Ítalía og Þýskaland eru þau lönd sem leggja til minnstan skerf í framlögum til menntunarmála í heiminum þ.á.m. til stríðshrjáðra landa.
  • Gefendur mæta ekki þeirri miklu þörf sem er á menntun fyrir börn í stríðshrjáðum löndum, þar sem þessi lönd uppfylla ekki sett skilyrði um skipulag menntamála og gegnsæi fjármagns. Því fara minnstu framlögin til þeirra landa sem þurfa hvað mest á þeim að halda.
  • Þó svo að ríflega helmingur allra barna sem eru án skólagöngu búi í stríðshrjáðum löndum, eru framlög ríkra þjóða til þeirra einungis fimmtungur af heildarframlögum til menntunarmála í fátækum löndum.

Samkvæmt alþjóðl